Lífið

Framleiðendur Game of Thrones taka tillit til gagnrýninnar vegna nauðgunaratriða

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir áhorfendur voru óánægðir með eitt atriða í fimmtu þáttaröðinni þar sem Sansa Stark var nauðgað og Theon Greyjoy var gert að fylgjast með árásinni.
Fjölmargir áhorfendur voru óánægðir með eitt atriða í fimmtu þáttaröðinni þar sem Sansa Stark var nauðgað og Theon Greyjoy var gert að fylgjast með árásinni. Mynd/HBO
Framleiðendur þáttanna Game of Thrones munu breyta nálgun sinni til atriða sem fela í sér kynferðisofbeldi við tökur á sjöttu þáttaröð þáttanna. Fjölmargir aðdáendur þáttanna gagnrýndu þáttagerðarmennina vegna nauðgunaratriða í fimmtu þáttaröðinni.

Í frétt Mashable kemur fram að Jeremy Podeswa, sem áður hefur leikstýrt þáttum og mun leikstýra fyrstu tveimur þáttunum í sjöttu þáttaröðinni, segir að skapararnir David Benioff og DB Weiss hafi móttekið skilaboð aðdáenda sem voru að stærstum hluta neikvæð.

Podeswa segir að breytingar hafi verið gerðar varðandi nokkur atriði í kjölfar gagnrýni aðdáenda. „Í þáttunum er dregin upp mynd af grimmum heimi þar sem skelfilegir hlutir eiga sér stað. Þeir vildu ekki verða fyrir of miklum áhrifum af gagnrýninni en þeir tóku þetta til sín og þetta hafði áhrif á þá.“

Fjölmargir áhorfendur voru óánægðir með eitt atriða í fimmtu þáttaröðinni þar sem Sansa Stark var nauðgað og Theon Greyjoy var gert að fylgjast með árásinni.

Sýningar á sjöttu þáttaröðinni hefjast í apríl.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.