Konur eiga það til að tilkynna eiginmönnum sínum að þær séu barnshafandi með allskonar hætti.
Bryan Starr fékk einmitt slíkar fréttir um daginn þegar eiginkonan hans fékk Svarthöfða í lið með sér til að tilkynna honum að hún væri ólétt og allt fór þetta fram í Disney-garðinum.
„Hann er rosalega mikill Star Wars aðdáandi og ég vissi að þetta myndi slá í gegn,“ segir eiginkona hans.
Lífið