Hrein skuld ríkissjóðs verði engin innan áratugar Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 10:17 Skuldir ríkisins lækkuðu myndarlega á árinu og var skuldahlutfallið komið niður í 63 prósent af landsframleiðslu í nóvember. Á næsta ári stendur til að greiða niður skuldir ríkisins um 316 milljarða króna og fjármála- og efnahagsráðherra segir stefnt að því að hrein skuld ríkissjóðs verði komin niður í núll innan tíu ára. Eins og sést á þessum tölum (sjá grafík í myndskeiði) hefur skuldastaða ríkissjóðs haldist svipuð á undanförnum árum en vegna aukins hagvaxtar hefur hlutfall skulda af landsframleiðslu farið lækkandi. Á þessu ári lækkuðu skuldirnar myndarlega og heildarskuldir ríkissjóðs námu 1390 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum eða 63,2 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Það þykir bara nokkuð viðunandi en þess má geta að hjá skuldsettasta ríki álfunnar, Grikklandi, er þetta hlutfall tæplega 180 prósent. Þessar skuldir íslenska ríkisins munu svo lækka enn frekar á næsta ári. Í greinargerð fjárlagafrumvarps næsta árs kemur fram að stefnt sé að niðurgreislu skulda um 316 milljarða króna á árinu, einkum vegna stöðugleikaframlaga slitabúa föllnu bankanna. Þegar talað er um hreina skuld ríkisins þá er verið að vísa í skuldir að frádregnum eignum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur áður lýst markmiði um að koma hreinni skuld ríkisins niður í núll innan tíu ára. Hann áréttaði þetta markmið undir lok þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. „Mín skoðun er sú og ég mun tala fyrir því áfram að Íslendingar eigi möguleika á því innan tíu ára að verða með engar hreinar skuldir, engar. Það eru ríki innan OECD á þeim slóðum. Það er einfaldlega þannig að ef við nýtum þetta tækifæri og höldum okkar striki þá getum við komist í þessa stöðu, engar hreinar skuldir. Ef við verðum með viðvarandi viðskiptajöfnuð mun okkur ganga allt í haginn svo lengi sem vinnumarkaðurinn styður við þá ábyrgu fjármálastjórn,“ sagði Bjarni. Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Skuldir ríkisins lækkuðu myndarlega á árinu og var skuldahlutfallið komið niður í 63 prósent af landsframleiðslu í nóvember. Á næsta ári stendur til að greiða niður skuldir ríkisins um 316 milljarða króna og fjármála- og efnahagsráðherra segir stefnt að því að hrein skuld ríkissjóðs verði komin niður í núll innan tíu ára. Eins og sést á þessum tölum (sjá grafík í myndskeiði) hefur skuldastaða ríkissjóðs haldist svipuð á undanförnum árum en vegna aukins hagvaxtar hefur hlutfall skulda af landsframleiðslu farið lækkandi. Á þessu ári lækkuðu skuldirnar myndarlega og heildarskuldir ríkissjóðs námu 1390 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum eða 63,2 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Það þykir bara nokkuð viðunandi en þess má geta að hjá skuldsettasta ríki álfunnar, Grikklandi, er þetta hlutfall tæplega 180 prósent. Þessar skuldir íslenska ríkisins munu svo lækka enn frekar á næsta ári. Í greinargerð fjárlagafrumvarps næsta árs kemur fram að stefnt sé að niðurgreislu skulda um 316 milljarða króna á árinu, einkum vegna stöðugleikaframlaga slitabúa föllnu bankanna. Þegar talað er um hreina skuld ríkisins þá er verið að vísa í skuldir að frádregnum eignum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur áður lýst markmiði um að koma hreinni skuld ríkisins niður í núll innan tíu ára. Hann áréttaði þetta markmið undir lok þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. „Mín skoðun er sú og ég mun tala fyrir því áfram að Íslendingar eigi möguleika á því innan tíu ára að verða með engar hreinar skuldir, engar. Það eru ríki innan OECD á þeim slóðum. Það er einfaldlega þannig að ef við nýtum þetta tækifæri og höldum okkar striki þá getum við komist í þessa stöðu, engar hreinar skuldir. Ef við verðum með viðvarandi viðskiptajöfnuð mun okkur ganga allt í haginn svo lengi sem vinnumarkaðurinn styður við þá ábyrgu fjármálastjórn,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira