Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 16:40 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, vill skoða það hvort leyfi eigi ökumönnum að taka bensín í gegnum sjálfsala á meðan verkfalli félagsins stendur. Vísir/GVA Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44