Tónlist

Tidal er nú aðgengileg á Íslandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hluti þeirra listamanna sem standa á bak við Tidal veituna.
Hluti þeirra listamanna sem standa á bak við Tidal veituna. vísir/nordic photos
Þjónusta tónlistarveitunnar Tidal er nú aðgengileg á Íslandi. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, Tidal og Tidal HIFI. Sú ódýrari kostar 9,99€ meðan sú dýrari fæst á 19,99€. Það gera tæpar 1.500 og 3.000 krónur íslenskar.

Báðar áskriftarleiðir veita aðgang að tónlistinni sem í boði er auk þess að hægt er að sjá efni sem aðeins verður í boði hjá Tidal. Með því að velja þá dýrari færðu að auki að hlusta á tónlist í FLAC-gæðum, þ.e. án þess að laginu hafi verið þjappað saman. Hægt er að taka próf á síðu veitunnar til að athuga hvort þú takir eftir muninum.

Engar auglýsingar eru á Tidal og hægt er að ná í smáforrit fyrir iPhone og Android síma í App og Play Store. Viljir þú hlusta í gegnum tölvu er hægt að streyma í gegnum vefspilara í Google Chrome.

Áskrift má kaupa inn á tidal.com.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.