Guðjón Valur: Nú fer ég og gef strákunum pitsu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2015 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson ræðir málin við nýja aðstoðarþjálfara liðsins, Ólaf Stefánsson. Vísir/Ernir Eftir talsverða niðursveiflu síðasta rúma árið þá stigu Strákarnir okkar eins og við þekkjum þá aftur út á fjalir Laugardalshallar. Serbía lenti undir íslensku hraðlestinni sem vann ótrúlegan sextán marka sigur, 38-22. Með viljann að vopni og sjálfstraustið í botni hreinlega keyrðu strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu mínútu. Komust í 8-1, misstu það niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá bara aftur í og litu aldrei til baka. 16-10 í hálfleik og síðan var gefið í botn og keyrt yfir andstæðinginn í seinni hálfleik. Einhver besta frammistaða sem liðið hefur sýnt í nokkur ár. Þetta geta strákarnir og þeir vita það manna best. „Það small eiginlega allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti,“ sagði brosmildur landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, en hann fór algjörlega á kostum. Skoraði tólf mörk í leiknum og þar af tíu úr hraðaupphlaupum. „Við vorum með svör við öllu og sundurspiluðum þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo spilamennskan hafi verið slæm upp á síðkastið. Það er leiðinlegt að spila illa. Við þykjumst vita hvað hefur verið að og það hefur tekið tíma að laga það. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að vinna Serbíu á útivelli með sextán mörkum.“ Guðjón segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig og ofan á þetta verði að byggja. Eftir erfitt gengi segir hann afar ljúft að hafa náð að sýna aftur hvað liðið getur. „Við höfum verið að spila langt fyrir neðan okkar getu og það hefur nagað alla inn að beini. Það detta nokkur kíló af öxlunum í kvöld. Nú fer ég og gef strákunum pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti allan hringinn. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Eftir talsverða niðursveiflu síðasta rúma árið þá stigu Strákarnir okkar eins og við þekkjum þá aftur út á fjalir Laugardalshallar. Serbía lenti undir íslensku hraðlestinni sem vann ótrúlegan sextán marka sigur, 38-22. Með viljann að vopni og sjálfstraustið í botni hreinlega keyrðu strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu mínútu. Komust í 8-1, misstu það niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá bara aftur í og litu aldrei til baka. 16-10 í hálfleik og síðan var gefið í botn og keyrt yfir andstæðinginn í seinni hálfleik. Einhver besta frammistaða sem liðið hefur sýnt í nokkur ár. Þetta geta strákarnir og þeir vita það manna best. „Það small eiginlega allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti,“ sagði brosmildur landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, en hann fór algjörlega á kostum. Skoraði tólf mörk í leiknum og þar af tíu úr hraðaupphlaupum. „Við vorum með svör við öllu og sundurspiluðum þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo spilamennskan hafi verið slæm upp á síðkastið. Það er leiðinlegt að spila illa. Við þykjumst vita hvað hefur verið að og það hefur tekið tíma að laga það. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að vinna Serbíu á útivelli með sextán mörkum.“ Guðjón segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig og ofan á þetta verði að byggja. Eftir erfitt gengi segir hann afar ljúft að hafa náð að sýna aftur hvað liðið getur. „Við höfum verið að spila langt fyrir neðan okkar getu og það hefur nagað alla inn að beini. Það detta nokkur kíló af öxlunum í kvöld. Nú fer ég og gef strákunum pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti allan hringinn.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti