Við erum bara ein stór hamingjusöm fjölskylda í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur unnu titil hvor með sínu liðinu í fyrra en hér eru þær með Íslandsmeistarabikarinn sem þær unnu með Snæfelli á mánudagskvöldið. Vísir/ÓskarÓ Gunnhildur Gunnarsdóttir sneri aftur heim í Stykkishólm fyrir þetta tímabil og upplifði á mánudagskvöldið langþráðan draum um að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þetta er eiginlega það besta sem ég veit um hingað til. Ég var búin að vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum í fyrra og það var líka mjög gaman, en að vera heima og með allan þennan fjölda í stúkunni og með alla fjölskylduna í kringum mig, það var bara geggjað,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur átti mjög góðan leik í lokaleiknum, sinn besta í úrslitakeppninni, og hann kom á hárréttum tíma fyrir liðið. Þristarnir fjórir og stigin 17 komu sér vel í dramatískum eins stigs sigri.Ætlaði ekki að tapa þessu „Ég var grjóthörð á því að ég ætlaði ekki að fara í fjórða leikinn í Keflavík og ætlaði bara að vinna þær. Það kannski sást á mér og skein örugglega úr andlitinu á mér strax eftir leikinn þegar ég rúllaði með boltann upp völlinn eftir að Alda var búin að verja síðasta skotið hjá Keflavík. Ég ætlaði ekki að tapa þessu,“ segir Gunnhildur. Þetta var líka fullkomin endurkoma fyrir Gunnhildi sem átti sitt besta tímabil á ferlinum og hækkaði meðalskor sitt um þrjú stig frá því í fyrra. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Guðrúnar Gróu (Þorsteinsdóttur) með dugnaði og látum. Ég tel mig hafa átt mitt besta tímabil hingað til. Þetta er kannski mitt besta tímabil vegna þess að ég náði að skila framlagi í bæði vörn og sókn. Síðustu ár hefur ekki verið hægt að stóla á tíu plús stig frá mér af því að ég var ekki þannig leikmaður,“ segir Gunnhildur. Hún hafði tvisvar sinnum farið með Haukum í lokaúrslitin en tapað í bæði skiptin, fyrst á móti Njarðvík 2012 og svo á móti Snæfelli í fyrra. Gunnhildur horfði á uppkomu síns félags úr fjarlægð en hún var í fjögur ár í Haukum á meðan hún stundaði nám í Reykjavík. Þegar hún yfirgaf Snæfell sumarið 2010 hafði liðið aldri unnið leik í úrslitakeppni.Aðeins níu ár síðan meistaraflokkurinn var stofnaður „Það eru níu ár síðan við stofnuðum meistaraflokk og þá erum við sextán ára í 1. deildinni. Hver bjóst við því að Snæfell yrði Íslandsmeistari því við erum ekki að drukkna í leikmönnum fyrir vestan enda erum við bara ellefu hundruð manna samfélag. Þessi ár eru búin að vera frábær. Við höfum aldrei fallið úr deildinni eftir að við komum upp. Síðan hefur þetta bara farið upp á við og það gerði rosalega mikið fyrir liðið að fá Hildi heim,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur kom aftur heim í Hólminn fyrir þetta tímabil ásamt jafnöldru sinni, Maríu Björnsdóttir. Þær skoruðu 27 stig saman í lokaleiknum. „María spilaði örugglega sinn allra besta leik á sínum ferli. Þetta var algjörlega leikurinn til að leggja fram allt sitt. Hún sagði einmitt við mig eftir leikinn: Vá, hvað ég er ánægð að við tókum þessa ákvörðun,“ segir Gunnhildur. Liðsheildin og samheldnin í liðinu er sterk og það var öllum ljóst að þar voru allir leikmenn liðsins að bakka hver annan upp í vörn sem sókn. „Við María erum aldar upp í Stykkishólmi. Hólmurinn á því mikið í okkur. Það spilar líka inn í að liðið er fullt af heimastelpum sem eru tilbúnar að leggja allt á sig. Það hafa allir sína kosti og galla og þegar við tökum alla kostina saman þá erum við með hörkugott lið,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur hafði þó unnið titil í Hafnarfirðinum því hún varð bikarmeistari í fyrra eftir sigur á Snæfelli í bikarúrslitaleiknum. Systir hennar og núverandi liðsfélagar hefndu hins vegar fyrir það tap í lokaúrslitunum seinna um vorið.Einstaklega erfitt fyrir foreldrana „Það var einstaklega erfitt og þá sérstaklega fyrir foreldra okkar sem þurftu að knúsa aðra af því að hún tapaði en svo fagna með hinni,“ segir Gunnhildur. Nú börðust systurnar loksins hlið við hlið. Foreldrarnir gátu því loksins haldið hundrað prósent með sama liðinu. „Fyrir mig var ótrúlegt að spila í úrslitunum í fyrra og miklu erfiðara en á móti Njarðvík tveimur árum fyrr. Það var bara vegna þess að þú ert að spila á móti þínu uppeldisfélagi og þar sem þú ætlar þér að eiga heima í framtíðinni. Snæfellshjartað sló alltaf fast þótt Haukar hafi verið mín önnur fjölskylda,“ segir Gunnhildur. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, kallar þær systur hrökkbrauðin í gríni en þær hafa verið óheppnar með meiðsli. Það er þó ekki hægt að kvarta yfir því að þær leggi ekki mikið á sig inni á vellinum heldur frekar að þær séu alltof ósérhlífnar og að þær fórni sér alltof mikið. Berglind fór til dæmis tvisvar úr axlarlið í úrslitakeppninni en missti bara úr einn leik.Berglind er meira hörkutól „Ég vil nú meina að Berglind sé meira hörkutól heldur en ég. Ég fékk stundum í magann þegar hún fór upp í fráköst nýbúin að detta úr axlarlið. Við ætluðum bara að vinna og þá leggur þú allt á þig og svo getur þú bara hvílt þig,“ segir Gunnhildur. Hildur Sigurðardóttir kvaddi Snæfellsliðið eftir sigurinn á mánudaginn og ætlar að leggja skóna á hilluna alveg eins og Alda Leif Jónsdóttir. Reynsla þeirra var ómetanleg í úrslitaleikjunum en nú fellur meiri ábyrgð á Gunnhildi sem er líklegur fyrirliðakandídat á næsta tímabili. „Að spila með þessum reynsluboltum eins og Öldu og Hildi er það sem allir ættu að upplifa. Það sýndi sig alveg í þessum leikjum að reynslan vó rosalega þungt. Hildur stjórnaði okkur út í eitt og sá alveg um það. Reynslan sem Alda kom með inn, og þá sérstaklega í síðasta leikinn þegar hún setti niður þristana sína, gerði rosalega mikið fyrir okkur. Við vorum með tvo reynslubolta í okkar liði sem héldu hausnum á okkur reynsluminni við verkefnið,“ segir Gunnhildur en trúir hún að Hildur sé hætt?Frábær ákvörðun hjá henni „Já, ég held að hún sé að hætta. Ég held að hún sé sátt við sig. Ég er ekki viss um að það sé hægt að hætta á betri tíma. Auðvitað hefði verið fínt að fá bikarmeistaratitilinn líka en ég held að þetta sé frábær ákvörðun hjá henni sem kemur frá hjartanu. Ég skal samt spila með henni á næsta ári ef hún ætlar ekki að setja skóna upp á hillu,“ segir Gunnhildur hlæjandi. En hvernig er það að vera nýkrýndur Íslandsmeistari með Snæfelli? „Best í heimi. Það eiga allir hrós skilið í liðinu og kringum liðið, þeir sem styðja okkur. Þetta er bara geggjað. Við erum bara ein stór hamingjusöm fjölskylda í Hólminum,“ segir Gunnhildur að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sú besta tók Eurovision-lagið með Frikka Dór eftir leik Besti leikmaður úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur, Kristen McCarthy, kann meira en að spila körfubolta. 28. apríl 2015 07:57 Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Snæfell varð Íslandsmeistari í körfubolta kvenna annað árið í röð eftir sigur á Keflavík í lokaúrslitunum, 3-0. Liðið vann með minnsta mun, 81-80, í Stykkishólmi í gær við ærandi fögnuð heimamanna í Hólminum. 28. apríl 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 81-80 | Snæfell Íslandsmeistari 2015 Snæfell tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð eftir sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. 27. apríl 2015 20:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir sneri aftur heim í Stykkishólm fyrir þetta tímabil og upplifði á mánudagskvöldið langþráðan draum um að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þetta er eiginlega það besta sem ég veit um hingað til. Ég var búin að vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum í fyrra og það var líka mjög gaman, en að vera heima og með allan þennan fjölda í stúkunni og með alla fjölskylduna í kringum mig, það var bara geggjað,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur átti mjög góðan leik í lokaleiknum, sinn besta í úrslitakeppninni, og hann kom á hárréttum tíma fyrir liðið. Þristarnir fjórir og stigin 17 komu sér vel í dramatískum eins stigs sigri.Ætlaði ekki að tapa þessu „Ég var grjóthörð á því að ég ætlaði ekki að fara í fjórða leikinn í Keflavík og ætlaði bara að vinna þær. Það kannski sást á mér og skein örugglega úr andlitinu á mér strax eftir leikinn þegar ég rúllaði með boltann upp völlinn eftir að Alda var búin að verja síðasta skotið hjá Keflavík. Ég ætlaði ekki að tapa þessu,“ segir Gunnhildur. Þetta var líka fullkomin endurkoma fyrir Gunnhildi sem átti sitt besta tímabil á ferlinum og hækkaði meðalskor sitt um þrjú stig frá því í fyrra. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Guðrúnar Gróu (Þorsteinsdóttur) með dugnaði og látum. Ég tel mig hafa átt mitt besta tímabil hingað til. Þetta er kannski mitt besta tímabil vegna þess að ég náði að skila framlagi í bæði vörn og sókn. Síðustu ár hefur ekki verið hægt að stóla á tíu plús stig frá mér af því að ég var ekki þannig leikmaður,“ segir Gunnhildur. Hún hafði tvisvar sinnum farið með Haukum í lokaúrslitin en tapað í bæði skiptin, fyrst á móti Njarðvík 2012 og svo á móti Snæfelli í fyrra. Gunnhildur horfði á uppkomu síns félags úr fjarlægð en hún var í fjögur ár í Haukum á meðan hún stundaði nám í Reykjavík. Þegar hún yfirgaf Snæfell sumarið 2010 hafði liðið aldri unnið leik í úrslitakeppni.Aðeins níu ár síðan meistaraflokkurinn var stofnaður „Það eru níu ár síðan við stofnuðum meistaraflokk og þá erum við sextán ára í 1. deildinni. Hver bjóst við því að Snæfell yrði Íslandsmeistari því við erum ekki að drukkna í leikmönnum fyrir vestan enda erum við bara ellefu hundruð manna samfélag. Þessi ár eru búin að vera frábær. Við höfum aldrei fallið úr deildinni eftir að við komum upp. Síðan hefur þetta bara farið upp á við og það gerði rosalega mikið fyrir liðið að fá Hildi heim,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur kom aftur heim í Hólminn fyrir þetta tímabil ásamt jafnöldru sinni, Maríu Björnsdóttir. Þær skoruðu 27 stig saman í lokaleiknum. „María spilaði örugglega sinn allra besta leik á sínum ferli. Þetta var algjörlega leikurinn til að leggja fram allt sitt. Hún sagði einmitt við mig eftir leikinn: Vá, hvað ég er ánægð að við tókum þessa ákvörðun,“ segir Gunnhildur. Liðsheildin og samheldnin í liðinu er sterk og það var öllum ljóst að þar voru allir leikmenn liðsins að bakka hver annan upp í vörn sem sókn. „Við María erum aldar upp í Stykkishólmi. Hólmurinn á því mikið í okkur. Það spilar líka inn í að liðið er fullt af heimastelpum sem eru tilbúnar að leggja allt á sig. Það hafa allir sína kosti og galla og þegar við tökum alla kostina saman þá erum við með hörkugott lið,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur hafði þó unnið titil í Hafnarfirðinum því hún varð bikarmeistari í fyrra eftir sigur á Snæfelli í bikarúrslitaleiknum. Systir hennar og núverandi liðsfélagar hefndu hins vegar fyrir það tap í lokaúrslitunum seinna um vorið.Einstaklega erfitt fyrir foreldrana „Það var einstaklega erfitt og þá sérstaklega fyrir foreldra okkar sem þurftu að knúsa aðra af því að hún tapaði en svo fagna með hinni,“ segir Gunnhildur. Nú börðust systurnar loksins hlið við hlið. Foreldrarnir gátu því loksins haldið hundrað prósent með sama liðinu. „Fyrir mig var ótrúlegt að spila í úrslitunum í fyrra og miklu erfiðara en á móti Njarðvík tveimur árum fyrr. Það var bara vegna þess að þú ert að spila á móti þínu uppeldisfélagi og þar sem þú ætlar þér að eiga heima í framtíðinni. Snæfellshjartað sló alltaf fast þótt Haukar hafi verið mín önnur fjölskylda,“ segir Gunnhildur. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, kallar þær systur hrökkbrauðin í gríni en þær hafa verið óheppnar með meiðsli. Það er þó ekki hægt að kvarta yfir því að þær leggi ekki mikið á sig inni á vellinum heldur frekar að þær séu alltof ósérhlífnar og að þær fórni sér alltof mikið. Berglind fór til dæmis tvisvar úr axlarlið í úrslitakeppninni en missti bara úr einn leik.Berglind er meira hörkutól „Ég vil nú meina að Berglind sé meira hörkutól heldur en ég. Ég fékk stundum í magann þegar hún fór upp í fráköst nýbúin að detta úr axlarlið. Við ætluðum bara að vinna og þá leggur þú allt á þig og svo getur þú bara hvílt þig,“ segir Gunnhildur. Hildur Sigurðardóttir kvaddi Snæfellsliðið eftir sigurinn á mánudaginn og ætlar að leggja skóna á hilluna alveg eins og Alda Leif Jónsdóttir. Reynsla þeirra var ómetanleg í úrslitaleikjunum en nú fellur meiri ábyrgð á Gunnhildi sem er líklegur fyrirliðakandídat á næsta tímabili. „Að spila með þessum reynsluboltum eins og Öldu og Hildi er það sem allir ættu að upplifa. Það sýndi sig alveg í þessum leikjum að reynslan vó rosalega þungt. Hildur stjórnaði okkur út í eitt og sá alveg um það. Reynslan sem Alda kom með inn, og þá sérstaklega í síðasta leikinn þegar hún setti niður þristana sína, gerði rosalega mikið fyrir okkur. Við vorum með tvo reynslubolta í okkar liði sem héldu hausnum á okkur reynsluminni við verkefnið,“ segir Gunnhildur en trúir hún að Hildur sé hætt?Frábær ákvörðun hjá henni „Já, ég held að hún sé að hætta. Ég held að hún sé sátt við sig. Ég er ekki viss um að það sé hægt að hætta á betri tíma. Auðvitað hefði verið fínt að fá bikarmeistaratitilinn líka en ég held að þetta sé frábær ákvörðun hjá henni sem kemur frá hjartanu. Ég skal samt spila með henni á næsta ári ef hún ætlar ekki að setja skóna upp á hillu,“ segir Gunnhildur hlæjandi. En hvernig er það að vera nýkrýndur Íslandsmeistari með Snæfelli? „Best í heimi. Það eiga allir hrós skilið í liðinu og kringum liðið, þeir sem styðja okkur. Þetta er bara geggjað. Við erum bara ein stór hamingjusöm fjölskylda í Hólminum,“ segir Gunnhildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sú besta tók Eurovision-lagið með Frikka Dór eftir leik Besti leikmaður úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur, Kristen McCarthy, kann meira en að spila körfubolta. 28. apríl 2015 07:57 Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Snæfell varð Íslandsmeistari í körfubolta kvenna annað árið í röð eftir sigur á Keflavík í lokaúrslitunum, 3-0. Liðið vann með minnsta mun, 81-80, í Stykkishólmi í gær við ærandi fögnuð heimamanna í Hólminum. 28. apríl 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 81-80 | Snæfell Íslandsmeistari 2015 Snæfell tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð eftir sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. 27. apríl 2015 20:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Sú besta tók Eurovision-lagið með Frikka Dór eftir leik Besti leikmaður úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur, Kristen McCarthy, kann meira en að spila körfubolta. 28. apríl 2015 07:57
Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Snæfell varð Íslandsmeistari í körfubolta kvenna annað árið í röð eftir sigur á Keflavík í lokaúrslitunum, 3-0. Liðið vann með minnsta mun, 81-80, í Stykkishólmi í gær við ærandi fögnuð heimamanna í Hólminum. 28. apríl 2015 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 81-80 | Snæfell Íslandsmeistari 2015 Snæfell tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð eftir sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. 27. apríl 2015 20:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti