Google endurskipulagt undir nafninu Alphabet Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2015 22:53 Það sem af er árinu hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 25 prósent. Vísir/EPA Fyrirtækið Google hefur nú farið í gegnum mikla endurskipulagningu. Fyrirtækinu hefur verið skipt niður í hin ýmsu fyrirtæki sem öll eru undir nýju eignarhaldsfélagi sem fengið hefur heitið Alphabet. Fjárfestar hafa tekið endurskipulagningunni vel og verðabréf fyrirtækisins hækkuðu hratt í verði í kjölfar tilkynningar frá Alphabet. Það sem af er árinu hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 25 prósent. Larry Page, framkvæmdastjóri Alphabet, sendi út tilkynningu um endurskipulagninguna nú í kvöld. Hana má sjá hér.Samkvæmt Bloomberg verða hin ýmsu verkefni Alphabet undir mismundandi fyrirtækjum, sem gefa þeim meira gegnsæi og sveigjanleika. Tæknirisinn er með tærnar víða og árið 2013 stofnaði Google fyrirtækið Calico, sem hefur það markmið að koma í veg fyrir dauða eða lengja líf fólks. Þannig geta til dæmis Google, Youtube, Android mobile software, Google Ventures, Google Capital og Google X, allt orðið einstök fyrirtæki í eigu Alphabet. Það gefur fjárfestum betri innsýn inn í gang hvers hluta Alphabet fyrir sig. Á vef Business Insider kemur hins vegar fram að Google haldi í raun hinum hlutum tæknirisans á floti. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið Google hefur nú farið í gegnum mikla endurskipulagningu. Fyrirtækinu hefur verið skipt niður í hin ýmsu fyrirtæki sem öll eru undir nýju eignarhaldsfélagi sem fengið hefur heitið Alphabet. Fjárfestar hafa tekið endurskipulagningunni vel og verðabréf fyrirtækisins hækkuðu hratt í verði í kjölfar tilkynningar frá Alphabet. Það sem af er árinu hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 25 prósent. Larry Page, framkvæmdastjóri Alphabet, sendi út tilkynningu um endurskipulagninguna nú í kvöld. Hana má sjá hér.Samkvæmt Bloomberg verða hin ýmsu verkefni Alphabet undir mismundandi fyrirtækjum, sem gefa þeim meira gegnsæi og sveigjanleika. Tæknirisinn er með tærnar víða og árið 2013 stofnaði Google fyrirtækið Calico, sem hefur það markmið að koma í veg fyrir dauða eða lengja líf fólks. Þannig geta til dæmis Google, Youtube, Android mobile software, Google Ventures, Google Capital og Google X, allt orðið einstök fyrirtæki í eigu Alphabet. Það gefur fjárfestum betri innsýn inn í gang hvers hluta Alphabet fyrir sig. Á vef Business Insider kemur hins vegar fram að Google haldi í raun hinum hlutum tæknirisans á floti.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira