Lífið

Leitar að ábendingum fyrir Neyðarlínuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Ósk hefur umsjón með þáttunum.
Sigrún Ósk hefur umsjón með þáttunum. vísir
Þriðja þáttaröðin af Neyðarlínunni hefur göngu sína á Stöð 2 í vetur og það er sem fyrr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem hefur umsjón með þáttunum.

„Við erum komin vel af stað með þessa þriðju þáttaröð og vinnslan gengur vel. Það getur hins vegar tekið tíma að finna réttu málin enda berast Neyðarlínunni um 150 þúsund neyðar- og lögreglusímtöl á ári. Það er saga á bakvið hvert einasta símtal svo ef fólk hefur ábendingar um mál sem gætu hentað má það mjög gjarnan senda mér línu á sigrunosk@stod2.is,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónamaður þáttarins.

Fyrsta þáttaröðin af Neyðarlínunni var sýnd haustið 2012 og fékk tilnefningu til Edduverðlauna, en þættirnir hafa frá upphafi verið einn vinsælasti íslenski þátturinn á Stöð 2.

„Sem fyrr erum við að fjalla um hin ýmsu mál sem koma inn á borð til Neyðarlínunnar. Í síðustu þáttaröð voru umfjöllunarefnin allt frá ungri stelpu sem fæddi barn heima hjá sér sem hún vissi ekki að hún gengi með til gassprengingar í verkfæraskúr þar sem nokkur ungmenni slösuðust alvarlega.“

Hún segir að einnig hafi verið fjallað um mann sem fékk heilablóðfall úti á landi í aftakaveðri, strák sem hafnaði á hvolfi úti í á eftir bílveltu og var fastur í beltinu og þannig mætti áfram telja.

„Markmiðið hefur alltaf verið að áhorfendur geti dregið lærdóm af hverjum þætti og ég er afar þakklát öllum þeim sem hafa sest niður með mér til að segja sögu sína.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×