Lífið

Sturlaðar staðreyndir: Bandaríkjamenn borða tíu milljarða kleinuhringa á ári

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn var á dagskrá á föstudaginn.
Þátturinn var á dagskrá á föstudaginn.
Í þættinum FM95BLÖ er ávallt farið í dagskráliðin Sturlaðar staðreyndir. Auðunn Blöndal, þáttarstjórnandinn, fer þá yfir staðreyndir sem ættu að vekja athygli fólks.

Oft á tíðum eru þær virkilega athyglisverðar en þátturinn er sendur út á föstudögum milli fjögur og sex á útvarpsstöðinni FM957. Hlusta má á dagskráliðinn hér að neðan og hefst hann eftir 39 mínútur, einnig má hlusta á allan þáttinn.

Hér að neðan má lesa þær staðreyndir sem urðu fyrir valinu síðastliðinn föstudag:

  1. Kate Moss hefur ekki hent né gefið eina flík á ferlinum. Hún geymir þær allar í vöruskemmu handa dóttir sinni.
  2. Rockhopper-mörgæsin stekkur einn og hálfan metra í einu stökki.
  3. Að ofhugsa hlutina veldur þunglyndi.
  4. Bandaríkjamenn borða yfir tíu milljarða kleinuhringa á ári.
  5. Meira en 50% fólks, á Netflix, klárar heila seríu á innan við viku.
  6. Heilinn stöðvar vöðvana í líkama okkar. Við erum með styrk til að ýta bílum og beygja stál en það er heilinn sem er að stoppa okkur.
  7. Það tekur líkamann þinn tuttugu mínútur til þess að fatta að hann sé saddur.
  8. Jákvæðni er smitandi og fólk dregst að jákvæðu fólki.
  9. Lenny Kravitz er með lokk í typpinu.
  10. 40% fólks vill skipta um nafn.
  11. Aðeins 5% af myndunum á Instagram eru „selfie“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×