Lífið

Hvort ertu haha eða hehe týpan?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólk hagar sér mismunandi á netinu.
Fólk hagar sér mismunandi á netinu. vísir/getty
Ertu hahaha, hehe eða lol týpan? Facebook veit svarið og hefur samskiptamiðillinn greint hvernig almenningur hlær stafrænt.

Samkvæmt færslu frá rannsóknarteymi Facebook kemur í ljós að stafrænn hlátur er að þróast. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að algengasti hláturinn er haha. Aldur, kyn og staðsetning spilar gríðarlega stórt hlutverk í því hvernig fólk hlær á netinu.

Ungt fólk og konur velja frekar að nota tákn til að gefa til kynna hvernig hlátur þeirra er. Menn velja frekar að skrifa langt hahhahah eða hehehe. Fólk í Chicago og New York notar frekar sérútbúin tákn á Facebook eða það sem kallast emoji. Þeir sem búa í Seattle eða San Francisco velja aftur móti haha í meira mæli.

Flest allir hafa mótað sér stefnu í stafrænum hlátri á meðan tuttugu prósent fer á milli hehe eða haha. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×