Lögreglumaður sem mætti fyrstur á vettvang var óviss hvort bjarga þyrfti Steve-O úr krananum. Slökkviliðsmenn voru að opna björgunarnet ef svo færi að kjáninn félli úr krananum.
Steve-O var með athæfi sitt í beinni útsendingu á Facebook og má sjá myndbandið hér að neðan. Á laugardaginn birti hann mynd af sér á Instagram-síðu sinni þar sem hann hélt á risastórum uppblásnum hval. Sagðist hann vera með atriði í bígerð.
Kjáninn er í haldi lögreglunnar en hann spurði fylgjendur sína í pósti á Facebook í gær hvort einhver væri til í að greiða fyrir hann trygginguna.
Skemmtigarðurinn SeaWorld hefur verið starfræktur vestan hafs frá árinu 1964. Um ellefu milljónir heimsækja garðinn árlega. Skemmtigarðurinn hefur fengið sinn skammt af gagnrýni frá dýraverndunarsinnum í gegnum tíðina fyrir meðferð á dýrum og þá sér í lagi höfrungum.
Nánar á vef NBC.