Kaldur friður er betri en heitt stríð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 7. febrúar 2015 13:15 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande forseti Frakklands funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að reyna að koma á vopnahléi í Úkraínu. Vísir/AP Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira