Vestræna samfélagstilraunin og við Þröstur Ólafsson skrifar 7. febrúar 2015 08:15 Mikið er nú talað um sameiginleg gildi vestrænna samfélaga. Þeim virðist ógnað af hópum öfgamanna sem aðhyllast íslamisma. Hver eru þessi gildi og hvaðan koma þau? Eins og aðrar þjóðir erum við Íslendingar hluti af stærri samfélagslegri og pólitískri menningarheild, sem þróast hefur í aldanna rás. Við erum hluti af vestrænni samfélagsgerð, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi einstaklings að leiðarljósi. Þetta eru undirstöður þeirrar samfélagsgerðar sem barist hefur verið fyrir og mótast hefur í Vestur-Evrópu og síðar á öðrum Vesturlöndum í hartnær 2.000 ár. Þessi samfélagsgerð lýðræðis og réttar hefur fært okkur mikla velmegun og óviðjafnanlegt frelsi til að þroska og þróa einstaklinginn og samtök hans. Vestræn samfélagstilraun Þessi tilraun hófst með orðum Krists: Gefið keisaranum það sem keisarans er, en Guði það sem Guðs er. Þar með var guðlegt og veraldlegt vald aðskilið hjá hluta þeirra sem aðhylltust kenningar Jesú Krists. Engin önnur trúarbrögð hafa tileinkað sér þessa aðgreiningu með svipuðum hætti. Enn þann dag í dag hafa múslímar ekki stigið þetta skref. Ekki hvað síst þess vegna eru samskipti þeirra við Vesturlönd svo erfið. Þegar kirkjan síðan klofnaði í Austurkirkju (Byzanz)og Vesturkirkju (Róm) var það m.a. þessi aðgreining sem skildi á milli vesturs og austurs. Austurkirkjan lagði aðra merkingu í fyrrnefnd orð og viðurkenndi aldrei í reynd aðskilnað þess veraldlega og þess guðlega. Rétttrúnaðarkirkja var þessi kirkjudeild kölluð á íslensku. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er höfuðkirkja þessarar deildar. Við aðskilnað kirkjudeildanna mynduðust ný landamæri í gegnum Evrópu, sem enn þann dag í dag skilja á milli vestrænnar samfélagshugsunar og austrænnar, milli lýðræðis, réttarríkis og frelsis annars vegar og fá- eða einmennisvalds og réttleysis, bælingar og kúgunar hins vegar. Átakasvæðin í Evrópu nútímans ganga enn þvert í gegnum þessa gömlu aðskilnaðarlínu, hvort heldur það er í Bosníu eða Úkraínu og að mörgu leyti einnig Grikkland. Fyrrnefnd leiðarljós eiga erfitt uppdráttar á svæðum þar sem sögulegur grundvöllur er ekki fyrir hendi. Tilraunin þróast og þroskast Vestræn samfélagstilraun þróast síðan áfram í gegnum Endurreisnartímann, þar sem pólitísk og heimspekileg forngrísk rit eru nýtt til að endurvekja gleymda hugsun, varpa nýju ljósi á og endurnýja samfélagið. Siðbótin færir okkur enn nær veraldlegri og samfélagslegri hugsun, þar sem einstaklingurinn er settur í beint talsamband við Guð. Í kjölfar hennar verða miklar breytingar, sérstaklega í lútherskum löndum. Síðan fylgja stjórnarumbætur á Englandi og með upplýsingastefnunni er varpað enn nýju ljósi á hlutverk ríkisins, einstaklingsins, trúarbragða og samfélagsins. Næstu stóru skrefin í þróun þessarar tilraunar voru svo byltingin í Frakklandi og mannréttinda- og frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna. Jafnframt kom almennur og jafn kosningaréttur og síðar jafnrétti kvenna. Enn stendur þessi barátta yfir á nýjum jafnréttissviðum. Á handahlaupum má þannig rekja misafdrifaríka áfanga á þroskaleið vestrænnar samfélagsgerðar. Henni verður aldrei lokið, er sífellt í mótun. Við erum enn í dag að ná fram auknu jafnrétti fyrir einstaka samfélagshópa. Vestrænar þjóðir eru einnig mislangt komnar í þróun samfélagsins. Við Íslendingar höfum enn ekki náð jöfnum kosningarétti, því eru lög landsins ekki nema að hluta til sniðin að heildarhagsmunum, heldur hagsbótum þrengri hópa. Þar er verk að vinna. Flókin samfélagsgerð Þótt Ísland komi seint til leiks og hafi á síðustu öld þróast eins og ofvaxinn, fordekraður unglingur, þá erum við óaðskiljanlegur hluti þessarar vestrænu samfélagstilraunar. Trúarbrögðin, stoðir menningar okkar, uppbygging réttarkerfis og stjórnskipunar, frelsi einstaklingsins og mannréttindi. Allt eru þetta megingildi vestræns, já, okkar samfélags. Ekki virðist vera mikill ágreiningur um það meðal þjóðarinnar. Þótt við séum ósammála um fyrirkomulag einstakra þátta og vægi þar á milli, þá er stjórnskipanin ekki umdeild. Vestrænt samfélag er vissulega flókið. Þar eru margar skoðanir á lofti og menn deila af aumasta tilefni. Löngum hafa verið til staðar tilhneigingar til að einfalda fjölskoðunarsamfélagið og gera eina skoðun ríkjandi. Því finnast alltaf þeir sem heillast af stjórnarfyrirkomulagi þar sem ein skoðun er gerð að skoðun ríkisins. Það einfaldar vissulega margt og ýmsum finnst það traustvekjandi. Fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélög eru bæði frjálsari og mennskari svo og auðugri af mannauði og leysa mikla orku úr læðingi. Við verðum því að berjast fyrir þessum gildum á heimavelli, ekki láta eins og þau komi okkur ekki við. Bandamenn okkar erlendis eru þau ríki þar sem þessi gildi eru höfð í hávegum – önnur ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er nú talað um sameiginleg gildi vestrænna samfélaga. Þeim virðist ógnað af hópum öfgamanna sem aðhyllast íslamisma. Hver eru þessi gildi og hvaðan koma þau? Eins og aðrar þjóðir erum við Íslendingar hluti af stærri samfélagslegri og pólitískri menningarheild, sem þróast hefur í aldanna rás. Við erum hluti af vestrænni samfélagsgerð, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi einstaklings að leiðarljósi. Þetta eru undirstöður þeirrar samfélagsgerðar sem barist hefur verið fyrir og mótast hefur í Vestur-Evrópu og síðar á öðrum Vesturlöndum í hartnær 2.000 ár. Þessi samfélagsgerð lýðræðis og réttar hefur fært okkur mikla velmegun og óviðjafnanlegt frelsi til að þroska og þróa einstaklinginn og samtök hans. Vestræn samfélagstilraun Þessi tilraun hófst með orðum Krists: Gefið keisaranum það sem keisarans er, en Guði það sem Guðs er. Þar með var guðlegt og veraldlegt vald aðskilið hjá hluta þeirra sem aðhylltust kenningar Jesú Krists. Engin önnur trúarbrögð hafa tileinkað sér þessa aðgreiningu með svipuðum hætti. Enn þann dag í dag hafa múslímar ekki stigið þetta skref. Ekki hvað síst þess vegna eru samskipti þeirra við Vesturlönd svo erfið. Þegar kirkjan síðan klofnaði í Austurkirkju (Byzanz)og Vesturkirkju (Róm) var það m.a. þessi aðgreining sem skildi á milli vesturs og austurs. Austurkirkjan lagði aðra merkingu í fyrrnefnd orð og viðurkenndi aldrei í reynd aðskilnað þess veraldlega og þess guðlega. Rétttrúnaðarkirkja var þessi kirkjudeild kölluð á íslensku. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er höfuðkirkja þessarar deildar. Við aðskilnað kirkjudeildanna mynduðust ný landamæri í gegnum Evrópu, sem enn þann dag í dag skilja á milli vestrænnar samfélagshugsunar og austrænnar, milli lýðræðis, réttarríkis og frelsis annars vegar og fá- eða einmennisvalds og réttleysis, bælingar og kúgunar hins vegar. Átakasvæðin í Evrópu nútímans ganga enn þvert í gegnum þessa gömlu aðskilnaðarlínu, hvort heldur það er í Bosníu eða Úkraínu og að mörgu leyti einnig Grikkland. Fyrrnefnd leiðarljós eiga erfitt uppdráttar á svæðum þar sem sögulegur grundvöllur er ekki fyrir hendi. Tilraunin þróast og þroskast Vestræn samfélagstilraun þróast síðan áfram í gegnum Endurreisnartímann, þar sem pólitísk og heimspekileg forngrísk rit eru nýtt til að endurvekja gleymda hugsun, varpa nýju ljósi á og endurnýja samfélagið. Siðbótin færir okkur enn nær veraldlegri og samfélagslegri hugsun, þar sem einstaklingurinn er settur í beint talsamband við Guð. Í kjölfar hennar verða miklar breytingar, sérstaklega í lútherskum löndum. Síðan fylgja stjórnarumbætur á Englandi og með upplýsingastefnunni er varpað enn nýju ljósi á hlutverk ríkisins, einstaklingsins, trúarbragða og samfélagsins. Næstu stóru skrefin í þróun þessarar tilraunar voru svo byltingin í Frakklandi og mannréttinda- og frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna. Jafnframt kom almennur og jafn kosningaréttur og síðar jafnrétti kvenna. Enn stendur þessi barátta yfir á nýjum jafnréttissviðum. Á handahlaupum má þannig rekja misafdrifaríka áfanga á þroskaleið vestrænnar samfélagsgerðar. Henni verður aldrei lokið, er sífellt í mótun. Við erum enn í dag að ná fram auknu jafnrétti fyrir einstaka samfélagshópa. Vestrænar þjóðir eru einnig mislangt komnar í þróun samfélagsins. Við Íslendingar höfum enn ekki náð jöfnum kosningarétti, því eru lög landsins ekki nema að hluta til sniðin að heildarhagsmunum, heldur hagsbótum þrengri hópa. Þar er verk að vinna. Flókin samfélagsgerð Þótt Ísland komi seint til leiks og hafi á síðustu öld þróast eins og ofvaxinn, fordekraður unglingur, þá erum við óaðskiljanlegur hluti þessarar vestrænu samfélagstilraunar. Trúarbrögðin, stoðir menningar okkar, uppbygging réttarkerfis og stjórnskipunar, frelsi einstaklingsins og mannréttindi. Allt eru þetta megingildi vestræns, já, okkar samfélags. Ekki virðist vera mikill ágreiningur um það meðal þjóðarinnar. Þótt við séum ósammála um fyrirkomulag einstakra þátta og vægi þar á milli, þá er stjórnskipanin ekki umdeild. Vestrænt samfélag er vissulega flókið. Þar eru margar skoðanir á lofti og menn deila af aumasta tilefni. Löngum hafa verið til staðar tilhneigingar til að einfalda fjölskoðunarsamfélagið og gera eina skoðun ríkjandi. Því finnast alltaf þeir sem heillast af stjórnarfyrirkomulagi þar sem ein skoðun er gerð að skoðun ríkisins. Það einfaldar vissulega margt og ýmsum finnst það traustvekjandi. Fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélög eru bæði frjálsari og mennskari svo og auðugri af mannauði og leysa mikla orku úr læðingi. Við verðum því að berjast fyrir þessum gildum á heimavelli, ekki láta eins og þau komi okkur ekki við. Bandamenn okkar erlendis eru þau ríki þar sem þessi gildi eru höfð í hávegum – önnur ekki.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun