Borgarstjóri vill ræða sameiningu við Seltirninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2015 19:27 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sjö talsins en síðasta sameining tók gildi 1. janúar 2013 þegar Álftanes og Garðabær sameinuðust. Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með rúmlega 120.000 íbúa en um 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir hugmyndir um frekari sameiningu ekki stranda á Reykjavíkurborg. „Ég er mjög opinn fyrir frekari sameiningu og ég held að Reykjavík sé það og hafi verið. Við hugsum þetta sem eitt svæði og þetta er auðvitað eitt búsetusvæði og eitt atvinnusvæði. Okkur finnst skipta mjög miklu máli að hugsa það sem heild, skipuleggja það sem heild og þróa það sem heild,” segir Dagur. Nefnd á vegum þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í skýrslu árið 2010 að skoðaðir yrðu kostir þess að sameina Reykjavík, Seltjarnarnes og Kjósahrepp. Talsmenn þess að sameina Reykjavík og Seltjarnarnes hafa sagt slíka sameiningu vera hálfgert réttlætismál fyrir íbúa Reykjavíkur. Það sé til dæmis ósanngjarnt að skattgreiðendur á Seltjarnarnesi greiði lægra útsvar, fasteignaeigendur lægri fasteignaskatta og barnafólk lægri leikskólagjöld, en sömu hópar í Reykjavík. „Þetta er kannski barn síns tíma en við eigum mjög gott samstarf við Seltjarnarnes. Við sinnum til dæmis ýmissi félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk við Seltirninga með sérstökum samningi. Við værum alveg til í að ræða sameiningu við Seltjarnarnes en við vitum að það eru skiptar skoðanir þeirra megin og þau hafa auðvitað rétt á því,” segir Dagur. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sjö talsins en síðasta sameining tók gildi 1. janúar 2013 þegar Álftanes og Garðabær sameinuðust. Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með rúmlega 120.000 íbúa en um 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir hugmyndir um frekari sameiningu ekki stranda á Reykjavíkurborg. „Ég er mjög opinn fyrir frekari sameiningu og ég held að Reykjavík sé það og hafi verið. Við hugsum þetta sem eitt svæði og þetta er auðvitað eitt búsetusvæði og eitt atvinnusvæði. Okkur finnst skipta mjög miklu máli að hugsa það sem heild, skipuleggja það sem heild og þróa það sem heild,” segir Dagur. Nefnd á vegum þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í skýrslu árið 2010 að skoðaðir yrðu kostir þess að sameina Reykjavík, Seltjarnarnes og Kjósahrepp. Talsmenn þess að sameina Reykjavík og Seltjarnarnes hafa sagt slíka sameiningu vera hálfgert réttlætismál fyrir íbúa Reykjavíkur. Það sé til dæmis ósanngjarnt að skattgreiðendur á Seltjarnarnesi greiði lægra útsvar, fasteignaeigendur lægri fasteignaskatta og barnafólk lægri leikskólagjöld, en sömu hópar í Reykjavík. „Þetta er kannski barn síns tíma en við eigum mjög gott samstarf við Seltjarnarnes. Við sinnum til dæmis ýmissi félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk við Seltirninga með sérstökum samningi. Við værum alveg til í að ræða sameiningu við Seltjarnarnes en við vitum að það eru skiptar skoðanir þeirra megin og þau hafa auðvitað rétt á því,” segir Dagur.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira