Utangarðsmenn koma aldrei saman aftur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2015 14:50 Utangarðsmenn bregða á leik, Magnús á bassa og Bubbi á gítar. Þessi hljómsveit kemur ekki saman aftur. Hljómsveitin Utangarðsmenn mun ekki koma saman aftur í sinni upprunalegu mynd. Þetta sagði Bubbi Morthens í Kastljósi í gærkvöld. Utangarðsmenn hljóta að teljast einhver merkilegasta hljómsveit íslensku rokksögunnar og ljóst að margir munu eiga erfitt með að bíta í það súra epli að loku sé fyrir þetta skotið. Bubbi kom víða við þegar hann ræddi við einlægan aðdáanda Utangarðsmanna, Helga Seljan; sagði söguna af tilurð hins tregafulla óðs síns, Blindsker heima hjá þáverandi félaga sínum Franklín Steiner heitnum, sem einhvern tíma var sagður umfangsmikill fíkniefnasali. Spurningunni um hvort ekki hafi komið til greina að flytja plötu Utangarðsmanna Geislavirkir með upprunalegu hljómsveitinni, svaraði Bubbi á þá leið að sú sveit muni ekki koma saman aftur. Fuglinn sá er sem sagt floginn. Nú er sagt að hljómsveitir hætti aldrei en svo virðist vera ef marka má Magnús Stefánsson trymbil Utangarðsmanna. „Ég held að það sé alveg borin von. Því miður. Ég væri til í að spila þessa tónlist og láta á það reyna. Því hún er mikil áskorun, það þarf svo mikla orku og energí til að keyra þetta áfram. Og ég er í mínu besta formi en, félagsskapurinn er ekki uppbyggilegur,“ segir Magnús. Utangarðsmenn komu saman á ný í kringum 060606 tónleikana, sem eins og nafnið gefur til kynna, voru sumarið 2006. Þeir tónleikar tókust afbragðs vel -- á yfirborðinu. „Það endaði ekki vel og þá tók ég þá ákvörðun að vera ekkert að umgangast vissa einstaklinga. Maður er orðinn edrú, búinn að fara í gegnum ákveðið þroskaferli og það passar ekkert endilega alltaf öllum að vera saman. Þó þetta hljómsveitardæmi hafi komið vel út tónlistarlega þá var þetta erfitt tilfinningalega og þetta er ekkert endilega félagsskapurinn sem maður passaði inní,“ segir Magnús. En, þeir sem fylgjast með í tónlistinni vita að oft hafa samskipti Magnúsar og Bubba verið erfið, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Hljómsveitin Utangarðsmenn mun ekki koma saman aftur í sinni upprunalegu mynd. Þetta sagði Bubbi Morthens í Kastljósi í gærkvöld. Utangarðsmenn hljóta að teljast einhver merkilegasta hljómsveit íslensku rokksögunnar og ljóst að margir munu eiga erfitt með að bíta í það súra epli að loku sé fyrir þetta skotið. Bubbi kom víða við þegar hann ræddi við einlægan aðdáanda Utangarðsmanna, Helga Seljan; sagði söguna af tilurð hins tregafulla óðs síns, Blindsker heima hjá þáverandi félaga sínum Franklín Steiner heitnum, sem einhvern tíma var sagður umfangsmikill fíkniefnasali. Spurningunni um hvort ekki hafi komið til greina að flytja plötu Utangarðsmanna Geislavirkir með upprunalegu hljómsveitinni, svaraði Bubbi á þá leið að sú sveit muni ekki koma saman aftur. Fuglinn sá er sem sagt floginn. Nú er sagt að hljómsveitir hætti aldrei en svo virðist vera ef marka má Magnús Stefánsson trymbil Utangarðsmanna. „Ég held að það sé alveg borin von. Því miður. Ég væri til í að spila þessa tónlist og láta á það reyna. Því hún er mikil áskorun, það þarf svo mikla orku og energí til að keyra þetta áfram. Og ég er í mínu besta formi en, félagsskapurinn er ekki uppbyggilegur,“ segir Magnús. Utangarðsmenn komu saman á ný í kringum 060606 tónleikana, sem eins og nafnið gefur til kynna, voru sumarið 2006. Þeir tónleikar tókust afbragðs vel -- á yfirborðinu. „Það endaði ekki vel og þá tók ég þá ákvörðun að vera ekkert að umgangast vissa einstaklinga. Maður er orðinn edrú, búinn að fara í gegnum ákveðið þroskaferli og það passar ekkert endilega alltaf öllum að vera saman. Þó þetta hljómsveitardæmi hafi komið vel út tónlistarlega þá var þetta erfitt tilfinningalega og þetta er ekkert endilega félagsskapurinn sem maður passaði inní,“ segir Magnús. En, þeir sem fylgjast með í tónlistinni vita að oft hafa samskipti Magnúsar og Bubba verið erfið, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira