Erlent

Obama aðvarar Pútín

Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín í síma í gærkvöldi og varaði hann við því að það myndi hafa slæmar afleiðingar fyrir Rússa láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Vesturlönd saka Rússa um að taka þátt í bardögum í landinu með aðskilnaðarsinnum.

Obama hvatti Pútín til að grípa tækifærið í friðarviðræðum sem hefjast í Hvíta Rússlandi í dag og finna friðsæla lausn á deilunni. Pútín mun í dag hitta leiðtoga Úkraínu, Frakklands og Þýskalands í borginni Minsk en bardagar hafa harðnað síðustu daga í austurhluta Úkraínu.

Í gær féllu átta óbreyttir borgarar og fjórir hermenn þegar eldflaugaárásir voru gerðar á bæinn Kramatorsk sem er á valdi stjórnarhersons. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×