Grænt ljós á kaup leynigagna fanney birna jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Fjármálaráðherra segist ætla að greiða fyrir kaupum á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Fréttablaðið/GVA „Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira