Sér eftir að hafa deilt myndbandinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2015 14:44 Ahmed Merabet var skotinn til bana af Kouachi bræðrunum fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo. Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15
Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33