Jóhann, sem er þriðji leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild, lét flúra Stjörnumerkið á handlegg sinn auk þes sem textinn: „Frá Stjörnunni ég aldrei vík / sú tilfinning er engri lík“ fylgdi með.
Þessar línur úr einu af þekktari lögum Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar.
Húðflúrið vakti eðlilega mikla lukku meðal Stjörnumanna eins og sjá má á viðbrögðunum sem Jóhann fékk á Twitter.
Það vakti þó athygli sumra að „Stjörnunni“ skyldi vera með litlu s-i en Jóhann segir það eiga sér sínar skýringar.
Frá Stjörnunni, Ég aldrei vík, Sú tilfinning, Er engu lík @Silfurskeidin #skeidin #reykjavikink pic.twitter.com/YcKb7AU9gm
— Johann Laxdal (@JohannLaxdal) May 15, 2015