Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21