Viðskipti innlent

Danskt fyrirtæki kaupir Ístak Ísland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ístak Ísland hefur verið selt.
Ístak Ísland hefur verið selt. vísir/vilhelm.
Danska verktakafyrirtækið Per Aarsleff AS hefur keypt Ístak Ísland af Ístaki hf, dótturfélagi Landsbankans. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Per Aarsleff AS er rótgróið og sterkt félag sem er skráð á Nasdaq OMX Copenhagen. Árstekjur félagsins nema jafnvirði um 170 milljarða íslenskra króna. Félagið sinnir verktöku í mörgum löndum meðal annars á Grænlandi og nú einnig á Íslandi. Starfsmenn eru um 4.500 talsins.

Ístak Ísland ehf. byggir starfsemi sína á 45 ára reynslu Ístaks á Íslandi, Noregi, Grænlandi og í Færeyjum. Markaðssvæði Ístaks Íslands ehf. er Ísland, Grænland og Færeyjar. Félagið sérhæfir sig í verktöku á sviði virkjana, jarðgangna, hafnarmannvirkja, stærri iðnaðarmannvirkja og stálsmíði og er einn fárra innlendra valkosta þegar kemur að framkvæmdum og þjónustu við virkjanir og stóriðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×