Twenty svipar til 2048 að mörgu leiti. Spilarinn raðar saman kubbum og markmiðið er að ná að lokum tölunni tuttugu. Það getur reynst þrautin þyngri. Teljir þú að það verkefni sé of auðvelt eru til ýmsar leiðir til að þyngja leikinn. Að auki er hægt að spila á móti öðrum og ræna kubbum hans.
Það er maður að nafni Stephen French sem bjó til Twenty og augljóst að margir munu bölva honum fyrir að hafa skapað þennan tímaþjóf.
Leikurinn virkar best í snjalltækjum en einnig er til vefútgáfa og er hægt að spila hana hér að neðan. Góða skemmtun.