Bóhem í töfralandi skrípókarla sigga dögg skrifar 15. maí 2015 10:00 Signý Kolbeinsdóttir Vísir Signý Kolbeinsdóttir er vöruhönnuður og hugmyndsmiðurinn á bak við töfraheim Tulipop. Ein fígúran birtist henni á fætur annarri er hún var í fæðingarorlofi heima með eldri strákinn sinn, Snorra, og þá varð ekki aftur snúið, litlir krúttlegir sveppakarlar. Signý hefur sterka nærveru og er auðvelt að hrífast af henni. Hún er ákveðin, kemur vel fyrir sig orði og er með einhvern tryllingslega taminn glampa í augunum þannig að erfitt er að lesa hvað kemur næst upp úr henni eða hvað hún er að hugsa. Hún var alin upp í München í Þýskalandi sem barn og kunni vel við formfestu Þjóðverjanna og stórborgarlífið. „Ég þurfti að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð, þegar ég var bara átta ára. Þá tók ég lestina í skólann og reddaði mér bara á milli borgarhluta en var ekki í þessu endalausa skutli sem foreldrar í dag eru í,“ segir Signý, sem telur þessa byrjun hafa mótað sig bæði sem einstakling en einnig sem móður.Signý ásamt Svövu dóttur sinniVísir/Einkasafn„Þegar við fluttum heim þegar ég var níu ára þó fór ég beint í Melaskóla en staldraði bara við þar í einn dag því ég var í áfalli yfir því hvernig börnin höguðu sér, þetta var eins og að vera í dýragarði, allir öskrandi og hlaupandi út um allt og engin virðing borin fyrir kennaranum,“ segir Signý undrandi og bætir við að slík hegðun hefði aldrei liðist í Þýskalandi. „Mér finnst mikilvægt að mín börn þekki annað og meira en bara litla landið okkar, ég vil að þau átti sig á því að samfélög séu alls konar og einnig staða fólks og þegar þú segir að þig „vanti“ nýja skó hvort það sé í raun og veru skortur eða bara af því við erum vön að fá allt sem við biðjum um,“ segir Signý sem leggur einnig ríka áherslu á sjálfstæði, nægjusemi og sjálfsbjargarviðleitni. „Við búum í næstu götu við Hlemm og mér finnst að börn eigi að geta reddað sér og tekið strætó á æfingar og þangað sem þau þurfa að fara, þetta gerðu börn fyrir tíu árum,“ bætir Signý við og segir frumburðinn sinn, Snorra, vera einkar sjálfstæðan tíu ára dreng sem getur reddað sér með lykilinn sinn í vasanum.Signý og Heimir með börnunum tveimur, Snorra og SvövuVísir/EinkasafnSleikur á Kaffibarnum Signý á tvö börn, Snorra og Svövu, sem er sex ára, með eiginmanninum, Heimi Snorrasyni sálfræðingi. „Við kynntumst á Kaffibarnum,“ segir Signý og ranghvolfir augunum og brosir út í annað. „Vinkona mín var búin að minnast á hann við mig og var alltaf eitthvað að reyna að ota honum að mér og svo loksins hittumst við á sveittum barnum en ég var samt ekkert viss um að hann væri eitthvað fyrir mig,“ segir Signý, sem hreifst af þessum myndarlega manni en var þó ekki að leita sér að sambandi. „Heimir hafði reglulega samband við mig en ég gaf lítið út á þetta, hann var eiginlega of mikill gæi á djamminu sem vissi vel af sér og ég nennti ekki að standa í svoleiðis gaur, einhverjum djammgaur,“ segir Signý og hlær. Það var svo ekki fyrr en Heimir sneri blaðinu við eftir veikindi, lagði flöskuna frá sér og mætti prúðbúinn á barinn sem Signý starfaði á. „Hann var bara allt í einu mættur þarna, ótrúlega myndarlegur og flottur strákur og þá var komið að mér að pota aðeins í hann og loksins segja já við að fara með honum á stefnumót,“ segir Signý brosandi eftir tímaflakkið aftur til upphafsins þeirra.Signý hannaði snjóbretti fyrir Nikita og eru þau fjölskyldan dugleg að gera eitthvað skemmtilegt samanVísir/EinkasafnBónorð í sms-i Fyrir tíma formfestu hjónabands flakkaði Signý reglulega til Ítalíu eftir að hafa verið þar au-pair um tíma. Tungumál liggja vel fyrir henni og talar hún bæði þýsku og ítölsku. „Mér finnst Ítalía yndislegt land og ég hefði vel geta endað þar og hefði örugglega gert það ef ég hefði ekki kynnst Heimi í millitíðinni en það var hann sem togaði mig heim,“ segir Signý sem játaðist Heimi í smáskilaboðum. „Þegar ég var í skiptinámi í Mílanó í vöruhönnuninni þá fékk ég sms frá Heimi sem í stóð „Viltu giftast mér? ekki djók“, og að sjálfsögðu svaraði ég um hæl „Já, ekki djók“ og þar með var það komið,“ segir Signý glöð. Heimir og Signý bjuggu um tíma í Kaupmannahöfn og segir Signý farir sínar ekki sléttar af kynnum sínum við frændur okkar Dani: „Þeir eru alltaf að öskra eitthvað á mann, maður er alltaf fyrir þeim og svo hjólar maður aldrei rétt og svo þykjast þeir bara aldrei skilja mann þegar maður reynir að bera eitthvað fram á þessu blessaða tungumáli þeirra.“ Signý ásamt vinkonu og meðeiganda Tulipop, HelguVísir/EinkasafnÞegar Signý komst að því að hún var ófrísk þá fluttu þau hjónin heim til Íslands og segist Signý hafa fengið sig fullsadda á pirruðum Dönum. Þó leiðin hafi legið aftur heim á þeim tímapunkti þá leitar hugurinn enn á erlenda grund. Signý segir margt spennandi vera á prjónunum hjá fjölskyldunni: „Við stefnum á að fara í mikla reisu um Asíu í haust þar sem ég vil sýna börnunum fjölbreytta menningu og stefnum við á að byrja í Japan, fara svo yfir til Taílands og kannski til Nepals eftir því hvernig aðstæðurnar verða þar og svo Jerúsalem eða Teheran.“ Þetta er ekki hið týpíska sólarlandafrí staðlaðrar fjölskyldu enda lifa þau hjón ögn utan rammans. „Við erum kannski smá miðbæjarbóhemar í okkur og vorum lengi vel án sjónvarps og bíllaus,“ segir Signý sem kallar nú póstnúmerið 105 sitt eigið eftir að hafa flutt hinum megin við Snorrabrautina. „Ég skrifa enn stundum 101, eins og það svíði smá að vera komin í 105 en við kunnum vel við okkur hér, það er meiri iðnaðarstemning hér og Austurbærinn er hverfið sem borgin gleymdi,“ segir Signý sem er með útsýni yfir garð sem stundum geymir sprautunálar.Vísir/EinkasafnEnn að teikna skrípókalla? Töfraheimur Tulipop birtist Signýju í fæðingarorlofi með eldra barnið og hún vissi að þarna var eitthvað sérstakt á ferðinni. „Ég hafði unnið á nokkrum auglýsingastofum sem teiknari og svo seinna sjálfstætt en mig langaði svo að gera eitthvað sem var alveg mitt og þessar litlu fígúrur voru alltaf hjá mér og svo kom bara sá tími að nú þurfti ég að fara teikna og hef svo ekki stoppað,“ segir Signý, sem segist ekki hafa getað þetta án stuðnings frá Heimi. „Ég var tekjulaus fyrst um sinn, það tók tíma að skapa verðmæti úr þessum elskulegu litlu köllum og á meðan vann Heimir fyrir okkur,“ segir Signý sem þakkar heillastjörnum fyrir að Helga, meðeigandi og æskuvinkona úr MR, hafði trú á henni og töfrunum sem fylgdu feitum svepp og vinum hans. Tulipop er ört vaxandi fyrirtæki á heimsvísu en Signý segir það vera misjafnt eftir löndum hvernig vörurnar séu metnar. „Bretar líta á þetta sem leikföng barna en Bandaríkjamenn líta á þetta sem töff stofustáss sem hægt er að safna og kaupa sér gjarnan diskana sem stell bæði fyrir sig og börnin,“ segir Signý sem segir okkur Íslendinga fylgja gjarnan Bretum í þeim málum. „Ég vildi skapa eitthvað sem er fallegt inn á heimilið, bæði fyrir börn og foreldra, og það finnst mér ég sjá í verunum í Tulipop,“ segir Signý sem ætlar sér stóra hluti með litla kalla og er það nokkuð ljóst að henni tekst flest sem hún tekur sér fyrir hendur. Lífið Tengdar fréttir Svipmynd Markaðarins: Alltaf stefnt að árangri á heimsvísu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, undirbýr nú jólavertíðina en vörur fyrirtækisins eru fáanlegar í níu löndum. Lærði tölvunarfræði í HÍ og lauk MBA-prófi í London. Frítíminn fer í fjölskylduna, hlaup og tennis. 15. nóvember 2014 09:00 Frá bollum til bókar Ég býst við því að þetta sé ekki síðasta bókin sem mun birtast um furðuverurnar í Tulipop, og vonandi mun sú næsta ná betri tökum á hönnun myndabókarinnar. 10. janúar 2013 17:00 Markaðurinn í dag: Tulipop í tölvuleiki eða sjónvarp? Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag. 7. janúar 2015 06:00 Mikill áhugi á ævintýraheimi Tulipop frá leikfanga- og afþreyingariðnaði Þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, finna fyrir áhuga ýmissa aðila í afþreyingargeiranum sem vilja koma Tulipop-heiminum í tölvuleiki eða sjónvarp. Slík verkefni eru hafin en á byrjunarstigi. 7. janúar 2015 11:00 Hanna snjóbretti fyrir Nikita Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. 21. mars 2013 09:30 Nafnið bara passaði Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir reka saman hönnunarfyrirtækið Tulipop. Signý sér um að hanna vörurnar en Helga sér um viðskiptahlið fyrirtækisins. 4. desember 2010 06:00 Íslenskar endurskinshúfur fyrir krakkana frá Tulipop Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS. 4. október 2013 10:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Signý Kolbeinsdóttir er vöruhönnuður og hugmyndsmiðurinn á bak við töfraheim Tulipop. Ein fígúran birtist henni á fætur annarri er hún var í fæðingarorlofi heima með eldri strákinn sinn, Snorra, og þá varð ekki aftur snúið, litlir krúttlegir sveppakarlar. Signý hefur sterka nærveru og er auðvelt að hrífast af henni. Hún er ákveðin, kemur vel fyrir sig orði og er með einhvern tryllingslega taminn glampa í augunum þannig að erfitt er að lesa hvað kemur næst upp úr henni eða hvað hún er að hugsa. Hún var alin upp í München í Þýskalandi sem barn og kunni vel við formfestu Þjóðverjanna og stórborgarlífið. „Ég þurfti að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð, þegar ég var bara átta ára. Þá tók ég lestina í skólann og reddaði mér bara á milli borgarhluta en var ekki í þessu endalausa skutli sem foreldrar í dag eru í,“ segir Signý, sem telur þessa byrjun hafa mótað sig bæði sem einstakling en einnig sem móður.Signý ásamt Svövu dóttur sinniVísir/Einkasafn„Þegar við fluttum heim þegar ég var níu ára þó fór ég beint í Melaskóla en staldraði bara við þar í einn dag því ég var í áfalli yfir því hvernig börnin höguðu sér, þetta var eins og að vera í dýragarði, allir öskrandi og hlaupandi út um allt og engin virðing borin fyrir kennaranum,“ segir Signý undrandi og bætir við að slík hegðun hefði aldrei liðist í Þýskalandi. „Mér finnst mikilvægt að mín börn þekki annað og meira en bara litla landið okkar, ég vil að þau átti sig á því að samfélög séu alls konar og einnig staða fólks og þegar þú segir að þig „vanti“ nýja skó hvort það sé í raun og veru skortur eða bara af því við erum vön að fá allt sem við biðjum um,“ segir Signý sem leggur einnig ríka áherslu á sjálfstæði, nægjusemi og sjálfsbjargarviðleitni. „Við búum í næstu götu við Hlemm og mér finnst að börn eigi að geta reddað sér og tekið strætó á æfingar og þangað sem þau þurfa að fara, þetta gerðu börn fyrir tíu árum,“ bætir Signý við og segir frumburðinn sinn, Snorra, vera einkar sjálfstæðan tíu ára dreng sem getur reddað sér með lykilinn sinn í vasanum.Signý og Heimir með börnunum tveimur, Snorra og SvövuVísir/EinkasafnSleikur á Kaffibarnum Signý á tvö börn, Snorra og Svövu, sem er sex ára, með eiginmanninum, Heimi Snorrasyni sálfræðingi. „Við kynntumst á Kaffibarnum,“ segir Signý og ranghvolfir augunum og brosir út í annað. „Vinkona mín var búin að minnast á hann við mig og var alltaf eitthvað að reyna að ota honum að mér og svo loksins hittumst við á sveittum barnum en ég var samt ekkert viss um að hann væri eitthvað fyrir mig,“ segir Signý, sem hreifst af þessum myndarlega manni en var þó ekki að leita sér að sambandi. „Heimir hafði reglulega samband við mig en ég gaf lítið út á þetta, hann var eiginlega of mikill gæi á djamminu sem vissi vel af sér og ég nennti ekki að standa í svoleiðis gaur, einhverjum djammgaur,“ segir Signý og hlær. Það var svo ekki fyrr en Heimir sneri blaðinu við eftir veikindi, lagði flöskuna frá sér og mætti prúðbúinn á barinn sem Signý starfaði á. „Hann var bara allt í einu mættur þarna, ótrúlega myndarlegur og flottur strákur og þá var komið að mér að pota aðeins í hann og loksins segja já við að fara með honum á stefnumót,“ segir Signý brosandi eftir tímaflakkið aftur til upphafsins þeirra.Signý hannaði snjóbretti fyrir Nikita og eru þau fjölskyldan dugleg að gera eitthvað skemmtilegt samanVísir/EinkasafnBónorð í sms-i Fyrir tíma formfestu hjónabands flakkaði Signý reglulega til Ítalíu eftir að hafa verið þar au-pair um tíma. Tungumál liggja vel fyrir henni og talar hún bæði þýsku og ítölsku. „Mér finnst Ítalía yndislegt land og ég hefði vel geta endað þar og hefði örugglega gert það ef ég hefði ekki kynnst Heimi í millitíðinni en það var hann sem togaði mig heim,“ segir Signý sem játaðist Heimi í smáskilaboðum. „Þegar ég var í skiptinámi í Mílanó í vöruhönnuninni þá fékk ég sms frá Heimi sem í stóð „Viltu giftast mér? ekki djók“, og að sjálfsögðu svaraði ég um hæl „Já, ekki djók“ og þar með var það komið,“ segir Signý glöð. Heimir og Signý bjuggu um tíma í Kaupmannahöfn og segir Signý farir sínar ekki sléttar af kynnum sínum við frændur okkar Dani: „Þeir eru alltaf að öskra eitthvað á mann, maður er alltaf fyrir þeim og svo hjólar maður aldrei rétt og svo þykjast þeir bara aldrei skilja mann þegar maður reynir að bera eitthvað fram á þessu blessaða tungumáli þeirra.“ Signý ásamt vinkonu og meðeiganda Tulipop, HelguVísir/EinkasafnÞegar Signý komst að því að hún var ófrísk þá fluttu þau hjónin heim til Íslands og segist Signý hafa fengið sig fullsadda á pirruðum Dönum. Þó leiðin hafi legið aftur heim á þeim tímapunkti þá leitar hugurinn enn á erlenda grund. Signý segir margt spennandi vera á prjónunum hjá fjölskyldunni: „Við stefnum á að fara í mikla reisu um Asíu í haust þar sem ég vil sýna börnunum fjölbreytta menningu og stefnum við á að byrja í Japan, fara svo yfir til Taílands og kannski til Nepals eftir því hvernig aðstæðurnar verða þar og svo Jerúsalem eða Teheran.“ Þetta er ekki hið týpíska sólarlandafrí staðlaðrar fjölskyldu enda lifa þau hjón ögn utan rammans. „Við erum kannski smá miðbæjarbóhemar í okkur og vorum lengi vel án sjónvarps og bíllaus,“ segir Signý sem kallar nú póstnúmerið 105 sitt eigið eftir að hafa flutt hinum megin við Snorrabrautina. „Ég skrifa enn stundum 101, eins og það svíði smá að vera komin í 105 en við kunnum vel við okkur hér, það er meiri iðnaðarstemning hér og Austurbærinn er hverfið sem borgin gleymdi,“ segir Signý sem er með útsýni yfir garð sem stundum geymir sprautunálar.Vísir/EinkasafnEnn að teikna skrípókalla? Töfraheimur Tulipop birtist Signýju í fæðingarorlofi með eldra barnið og hún vissi að þarna var eitthvað sérstakt á ferðinni. „Ég hafði unnið á nokkrum auglýsingastofum sem teiknari og svo seinna sjálfstætt en mig langaði svo að gera eitthvað sem var alveg mitt og þessar litlu fígúrur voru alltaf hjá mér og svo kom bara sá tími að nú þurfti ég að fara teikna og hef svo ekki stoppað,“ segir Signý, sem segist ekki hafa getað þetta án stuðnings frá Heimi. „Ég var tekjulaus fyrst um sinn, það tók tíma að skapa verðmæti úr þessum elskulegu litlu köllum og á meðan vann Heimir fyrir okkur,“ segir Signý sem þakkar heillastjörnum fyrir að Helga, meðeigandi og æskuvinkona úr MR, hafði trú á henni og töfrunum sem fylgdu feitum svepp og vinum hans. Tulipop er ört vaxandi fyrirtæki á heimsvísu en Signý segir það vera misjafnt eftir löndum hvernig vörurnar séu metnar. „Bretar líta á þetta sem leikföng barna en Bandaríkjamenn líta á þetta sem töff stofustáss sem hægt er að safna og kaupa sér gjarnan diskana sem stell bæði fyrir sig og börnin,“ segir Signý sem segir okkur Íslendinga fylgja gjarnan Bretum í þeim málum. „Ég vildi skapa eitthvað sem er fallegt inn á heimilið, bæði fyrir börn og foreldra, og það finnst mér ég sjá í verunum í Tulipop,“ segir Signý sem ætlar sér stóra hluti með litla kalla og er það nokkuð ljóst að henni tekst flest sem hún tekur sér fyrir hendur.
Lífið Tengdar fréttir Svipmynd Markaðarins: Alltaf stefnt að árangri á heimsvísu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, undirbýr nú jólavertíðina en vörur fyrirtækisins eru fáanlegar í níu löndum. Lærði tölvunarfræði í HÍ og lauk MBA-prófi í London. Frítíminn fer í fjölskylduna, hlaup og tennis. 15. nóvember 2014 09:00 Frá bollum til bókar Ég býst við því að þetta sé ekki síðasta bókin sem mun birtast um furðuverurnar í Tulipop, og vonandi mun sú næsta ná betri tökum á hönnun myndabókarinnar. 10. janúar 2013 17:00 Markaðurinn í dag: Tulipop í tölvuleiki eða sjónvarp? Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag. 7. janúar 2015 06:00 Mikill áhugi á ævintýraheimi Tulipop frá leikfanga- og afþreyingariðnaði Þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, finna fyrir áhuga ýmissa aðila í afþreyingargeiranum sem vilja koma Tulipop-heiminum í tölvuleiki eða sjónvarp. Slík verkefni eru hafin en á byrjunarstigi. 7. janúar 2015 11:00 Hanna snjóbretti fyrir Nikita Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. 21. mars 2013 09:30 Nafnið bara passaði Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir reka saman hönnunarfyrirtækið Tulipop. Signý sér um að hanna vörurnar en Helga sér um viðskiptahlið fyrirtækisins. 4. desember 2010 06:00 Íslenskar endurskinshúfur fyrir krakkana frá Tulipop Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS. 4. október 2013 10:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Svipmynd Markaðarins: Alltaf stefnt að árangri á heimsvísu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, undirbýr nú jólavertíðina en vörur fyrirtækisins eru fáanlegar í níu löndum. Lærði tölvunarfræði í HÍ og lauk MBA-prófi í London. Frítíminn fer í fjölskylduna, hlaup og tennis. 15. nóvember 2014 09:00
Frá bollum til bókar Ég býst við því að þetta sé ekki síðasta bókin sem mun birtast um furðuverurnar í Tulipop, og vonandi mun sú næsta ná betri tökum á hönnun myndabókarinnar. 10. janúar 2013 17:00
Markaðurinn í dag: Tulipop í tölvuleiki eða sjónvarp? Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag. 7. janúar 2015 06:00
Mikill áhugi á ævintýraheimi Tulipop frá leikfanga- og afþreyingariðnaði Þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, finna fyrir áhuga ýmissa aðila í afþreyingargeiranum sem vilja koma Tulipop-heiminum í tölvuleiki eða sjónvarp. Slík verkefni eru hafin en á byrjunarstigi. 7. janúar 2015 11:00
Hanna snjóbretti fyrir Nikita Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. 21. mars 2013 09:30
Nafnið bara passaði Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir reka saman hönnunarfyrirtækið Tulipop. Signý sér um að hanna vörurnar en Helga sér um viðskiptahlið fyrirtækisins. 4. desember 2010 06:00
Íslenskar endurskinshúfur fyrir krakkana frá Tulipop Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS. 4. október 2013 10:00