Ensími snýr aftur með nýja plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2015 09:00 Hljómsveitina skipa þeir Hrafn Thoroddsen söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Guðni Finnsson bassaleikari, Franz Gunnarsson gítarleikari, Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari. mynd/birta Hljómsveitin Ensími hefur haldið sig til hlés á undanförnum árum og hefur ekki gefið út plötu frá því árið 2010, en þá kom platan Gæludýr út. Sveitin er þó að vakna úr dvala um þessar mundir og er að leggja lokahönd á sínu fimmtu breiðskífu og er hún væntanleg til útgáfu á næstu vikum. Nýja platan mun bera titilinn Herðubreið. Það eru eflaust margir tónlistarunnendur sem gleðjast yfir því að sveitin er að snúa aftur, enda hefur Ensími verið ein virtasta rokkhljómsveitin þjóðarinnar, allt frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu, Kafbátamúsík árið 1998, þó svo að sveitin hafi ekki verið á forsíðu allra blaða alltaf. „Ætli við séum ekki búnir að vera að vinna í plötunni í svona þrjú til fjögur ár. Heildartíminn var samt ekkert svo langur því við tókum þetta í skorpum. Ef við myndum búa til vinnuskýrslu væri þetta ekkert svo langur tími,“ segir Hrafn Thoroddsen einn af stofnendum hljómsveitarinnar spurður út í vinnuna við Herðubreið.Fara út fyrir þægindahringinn Ensími leitar í ýmsar áttir á nýju plötunni og fer sveitin út fyrir þægindahringinn. „Síðasta plata var tekin upp live í Sundlauginni en þessa plötu höfum við unnið öðruvísi, við spiluðum til dæmis aldrei inn neitt lag allir í einu, nema kannski ég og Guðni bassaleikari. Þetta er meira stúdíóunnin plata en síðasta plata,“ segir Arnar Þór Gíslason, trommuleikari sveitarinnar. „Nýja platan er kannski aðeins rólegri en síðasta plata, minni ærslagangur enda erum við orðnir svo þroskaðir,“ bætir Arnar við léttur í lund. „Það má alveg segja að við séum að fara svolítið út fyrir þægindahringinn,“ segir Hrafn. Hrafn og Arnar vilja þó ekki kalla þessa upprisu comeback. „Við höfum alltaf verið latir að spila tónleikum og sérstaklega undanfarin ár. Síðustu svona átta ár höfum við verið að spila kannski fjórum til fimm sinnum á ári. Við höfum alltaf passað að láta ekki líða of langt á milli tónleika. Trixið er að passa að þetta stoppi ekki,“ útskýrir Hrafn og bætir við; „Við verðum líka ekki leiðir á að spila slagarana ef við spilum þetta sjaldan. Við þurfum þó alltaf að æfa þá aftur.“ Eins og fjölskylda Nafn plötunnar er vísun í eitt lag plötunnar. „Nafnið Herðubreið er vísun í lag á plötunni og snýst um að komast yfir hindranir, sigrast á hlutum, klífa fjöll og það lá beinast við að draga fram drottningu íslenskra fjalla,“ segir Hrafn. Frá því að Ensími var stofnuð árið 1996 hafa talsverðar mannabreytingar átt sér stað en sá kjarni sem myndar sveitina í dag er þéttur og líta þeir á sig sem eins konar fjölskyldu. „Við höfum verið frekar þéttur kjarni síðustu svona átta árin,“ segir Hrafn. „Við erum í raun eins og fjölskylda. Við erum líka í mörgum öðrum verkefnum saman,“ bætir Arnar við. Kjarni sveitarinnar hefur verið að leika saman í öðrum hljómsveitum eins og Dr. Spock, með Mugison, Bang Gang svo nokkur nöfn séu nefnd. Í dag skipa sveitina þeir Hrafn Thoroddsen söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Guðni Finnsson bassaleikari, Franz Gunnarsson gítarleikari, Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari.Plöturnar fjórar.KafbátamúsikFyrsta plata Ensími leit dagsins ljós í október 1998 og hlaut nafnið Kafbátamúsik. Platan fékk frábærar viðtökur og fékk hljómsveitin tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum það árið; sem bjartasta vonin og lagið Atari var valið lag ársins. BmxUpptökustjórinn heimsþekkti Steve Albini sem er best þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitum og listamönnum eins og Pixies og Nirvana kom til landsins og hljóðritaði hluta plötunnar sem síðan hlaut nafnið BMX og kom hún út á haustmánuðum 1999. EnsímiÍ október 2002 kom síðan út platan Ensími á vegum HITT/ Eddu og er þetta fyrsta plata Ensími sungin á ensku.GæludýrPlatan var hljóðrituð í Sundlauginni og öll lögin tíu sem prýða plötuna eru sungin á íslensku. Platan kom út árið 2010. Semja sjaldan saman Spurður út lagasmíðarnar segir Hrafn, aðalalagahöfundur Ensími, hljómsveitina ekki hittast í æfingahúsnæðinu til þess að semja saman, heldur verði lögin oftast til þegar menn eru hver í sínu horninu. „Ég hef yfirleitt komið með grunnhugmyndirnar og oft eru demóin sem ég kem með nokkuð tilbúin. Meðlimir sveitarinnar eru allir í 100 öðrum böndum þannig að það er extra erfitt að koma hópnum saman. Þess vegna höfum ekki verið semja saman í æfingahúsnæði,“ útskýrir Hrafn. Hljómsveitin á mikið til af efni sem hefur ekki ratað á plötu. „Þegar við erum að vinna þá verður til fullt af lögum og lögin eru svo unnin mislangt. Sum lög fá meiri vinnu en önnur og sum þurfa að víkja. Það er til í rosalega mikið af efni ef b-side platan kemur einhvern tímann út,“ segir Arnar og hlær. Ensími ætlar að fagna nýju plötunni með tónleikum sem fara fram þann 13. júní í Gamla bíói. Þar verður nýja platan leikin í heild sinni. En fáum við að heyra eitthvað af eldri slögurunum? „Fólk fær að heyra slagarana á tónleikunum, það er nóg til af lögum,“ segir Arnar. Ensími ætlar að koma fram á fleiri tónleikum í sumar en þær dagsetningar sem eru bókaðar eru Secret Solstice-hátíðin og Bræðslan. „Það á eitthvað eftir að bætast við af tónleikum, við ætlum að vera duglegir að fylgja plötunni eftir,“ bætir Hrafn við. Miðasala er á Tix.is. Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin Ensími hefur haldið sig til hlés á undanförnum árum og hefur ekki gefið út plötu frá því árið 2010, en þá kom platan Gæludýr út. Sveitin er þó að vakna úr dvala um þessar mundir og er að leggja lokahönd á sínu fimmtu breiðskífu og er hún væntanleg til útgáfu á næstu vikum. Nýja platan mun bera titilinn Herðubreið. Það eru eflaust margir tónlistarunnendur sem gleðjast yfir því að sveitin er að snúa aftur, enda hefur Ensími verið ein virtasta rokkhljómsveitin þjóðarinnar, allt frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu, Kafbátamúsík árið 1998, þó svo að sveitin hafi ekki verið á forsíðu allra blaða alltaf. „Ætli við séum ekki búnir að vera að vinna í plötunni í svona þrjú til fjögur ár. Heildartíminn var samt ekkert svo langur því við tókum þetta í skorpum. Ef við myndum búa til vinnuskýrslu væri þetta ekkert svo langur tími,“ segir Hrafn Thoroddsen einn af stofnendum hljómsveitarinnar spurður út í vinnuna við Herðubreið.Fara út fyrir þægindahringinn Ensími leitar í ýmsar áttir á nýju plötunni og fer sveitin út fyrir þægindahringinn. „Síðasta plata var tekin upp live í Sundlauginni en þessa plötu höfum við unnið öðruvísi, við spiluðum til dæmis aldrei inn neitt lag allir í einu, nema kannski ég og Guðni bassaleikari. Þetta er meira stúdíóunnin plata en síðasta plata,“ segir Arnar Þór Gíslason, trommuleikari sveitarinnar. „Nýja platan er kannski aðeins rólegri en síðasta plata, minni ærslagangur enda erum við orðnir svo þroskaðir,“ bætir Arnar við léttur í lund. „Það má alveg segja að við séum að fara svolítið út fyrir þægindahringinn,“ segir Hrafn. Hrafn og Arnar vilja þó ekki kalla þessa upprisu comeback. „Við höfum alltaf verið latir að spila tónleikum og sérstaklega undanfarin ár. Síðustu svona átta ár höfum við verið að spila kannski fjórum til fimm sinnum á ári. Við höfum alltaf passað að láta ekki líða of langt á milli tónleika. Trixið er að passa að þetta stoppi ekki,“ útskýrir Hrafn og bætir við; „Við verðum líka ekki leiðir á að spila slagarana ef við spilum þetta sjaldan. Við þurfum þó alltaf að æfa þá aftur.“ Eins og fjölskylda Nafn plötunnar er vísun í eitt lag plötunnar. „Nafnið Herðubreið er vísun í lag á plötunni og snýst um að komast yfir hindranir, sigrast á hlutum, klífa fjöll og það lá beinast við að draga fram drottningu íslenskra fjalla,“ segir Hrafn. Frá því að Ensími var stofnuð árið 1996 hafa talsverðar mannabreytingar átt sér stað en sá kjarni sem myndar sveitina í dag er þéttur og líta þeir á sig sem eins konar fjölskyldu. „Við höfum verið frekar þéttur kjarni síðustu svona átta árin,“ segir Hrafn. „Við erum í raun eins og fjölskylda. Við erum líka í mörgum öðrum verkefnum saman,“ bætir Arnar við. Kjarni sveitarinnar hefur verið að leika saman í öðrum hljómsveitum eins og Dr. Spock, með Mugison, Bang Gang svo nokkur nöfn séu nefnd. Í dag skipa sveitina þeir Hrafn Thoroddsen söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Guðni Finnsson bassaleikari, Franz Gunnarsson gítarleikari, Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari.Plöturnar fjórar.KafbátamúsikFyrsta plata Ensími leit dagsins ljós í október 1998 og hlaut nafnið Kafbátamúsik. Platan fékk frábærar viðtökur og fékk hljómsveitin tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum það árið; sem bjartasta vonin og lagið Atari var valið lag ársins. BmxUpptökustjórinn heimsþekkti Steve Albini sem er best þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitum og listamönnum eins og Pixies og Nirvana kom til landsins og hljóðritaði hluta plötunnar sem síðan hlaut nafnið BMX og kom hún út á haustmánuðum 1999. EnsímiÍ október 2002 kom síðan út platan Ensími á vegum HITT/ Eddu og er þetta fyrsta plata Ensími sungin á ensku.GæludýrPlatan var hljóðrituð í Sundlauginni og öll lögin tíu sem prýða plötuna eru sungin á íslensku. Platan kom út árið 2010. Semja sjaldan saman Spurður út lagasmíðarnar segir Hrafn, aðalalagahöfundur Ensími, hljómsveitina ekki hittast í æfingahúsnæðinu til þess að semja saman, heldur verði lögin oftast til þegar menn eru hver í sínu horninu. „Ég hef yfirleitt komið með grunnhugmyndirnar og oft eru demóin sem ég kem með nokkuð tilbúin. Meðlimir sveitarinnar eru allir í 100 öðrum böndum þannig að það er extra erfitt að koma hópnum saman. Þess vegna höfum ekki verið semja saman í æfingahúsnæði,“ útskýrir Hrafn. Hljómsveitin á mikið til af efni sem hefur ekki ratað á plötu. „Þegar við erum að vinna þá verður til fullt af lögum og lögin eru svo unnin mislangt. Sum lög fá meiri vinnu en önnur og sum þurfa að víkja. Það er til í rosalega mikið af efni ef b-side platan kemur einhvern tímann út,“ segir Arnar og hlær. Ensími ætlar að fagna nýju plötunni með tónleikum sem fara fram þann 13. júní í Gamla bíói. Þar verður nýja platan leikin í heild sinni. En fáum við að heyra eitthvað af eldri slögurunum? „Fólk fær að heyra slagarana á tónleikunum, það er nóg til af lögum,“ segir Arnar. Ensími ætlar að koma fram á fleiri tónleikum í sumar en þær dagsetningar sem eru bókaðar eru Secret Solstice-hátíðin og Bræðslan. „Það á eitthvað eftir að bætast við af tónleikum, við ætlum að vera duglegir að fylgja plötunni eftir,“ bætir Hrafn við. Miðasala er á Tix.is.
Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira