„Við erum raunverulega bara að gefa aðdáendum tækifæri á að hitta Gísla og að næla sér í miða í takmörkuðu upplagi,“ segir Egill Ólafur Thorarensen, betur þekktur sem Tiny, sem er með Gísla Pálma í för.
Brýnir hann fyrir aðdáendum að hafa hraðann á enda stendur rúnturinn einungis yfir til klukkan 22 í kvöld.
Útgáfutónleikarnir fara svo fram í Gamla bíó þann 4. júní næstkomandi og verða þeir lengstu tónleikar sem Gísli Pálmi hefur haldið. Ásamt Gísla stígur fyrrnefndur Tiny á stokk ásamt Sölva Blöndal úr Quarashi en þá koma einnig fram Sturla Atlas, Gervisykur og Vaginaboys.
Nánari upplýsingar um uppátækið má nálgast hér að neðan.
ÉG ER AÐ HENDA ÚT MIÐUM SJÁLFUR *TAKMARKAÐ .. 3 KALL STYKKIÐ .. VERÐ Í GANGI TIL 21 *HITTUMIG S: 782 7599
Posted by Gísli Pálmi on Tuesday, 2 June 2015