Skólahaldi var lokið og börn í 5.-10. bekk í Álfhólsskóla Hjalla farin heim á leið þegar skothvellir heyrðust úr blokk við Hlíðarhjalla í Kópavogi um fjögurleytið í dag. Blokkin stendur rétt við skólann en aðeins starfsmenn voru á svæðinu þegar lögregla mætti á vettvang. Var skólanum lokað um leið.
Áfhólsskóli er rekinn á tveimur stöðum í Kópavogi. Annars vegar nemendur upp í 4. bekk í Digranesi og hins vegar frá 5. upp í 10. bekk í Hjalla rétt við fjölbýlishúsið þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir síðan um fjögurleytið.
Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri í Álfhólsskóla, segir í samtali við Vísi að nemendur í Hjalla hafi verið farnir heim til sín þegar fregnir bárust af skothvellum í nágrenninu.
Enn voru nemendur í dægradvöl í Digranesi þegar atburðarásin á sér stað. Sigrún segir að nemendur hafi verið færðir inn í hús og þess beðið að foreldrar kæmu að sækja þá.
Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla

Tengdar fréttir

Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi
Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri.

Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum
"Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson.

Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina
Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina.