Garfunkel kallar Simon „fávita“ fyrir að hætta samstarfi þeirra á hátindi frægðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2015 20:52 Art Garfunkel og Paul Simon saman á sviði. Vísir/Getty Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“ Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp