Innlent

Hæstiréttur staðfesti að verjendur í fíkniefnamáli þurfi ekki að víkja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Norræna í Seyðisfirði.
Norræna í Seyðisfirði. vísir/gva
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðdóms Reykjavíkur þess efnis að verjendur tveggja íslenskra manna sem sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um fíkniefnasmygl, þurfi ekki að víkja.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerði kröfu um að verjendurnir tveir myndu víkja þar sem hann taldi að þeir hefðu brotið fjölmiðlabann sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta í gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu en sú niðurstaða var kærð til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms.

Þá hefur Hæstiréttur jafnframt staðfest að mennirnir fjórir sem liggja undir grun í málinu, Íslendingarnir tveir og tveir Hollendingar, skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 27. október.

Fjórmenningarnir eru grunaðir um að smygl á tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september.


Tengdar fréttir

Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga

Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani.

Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×