Umfjöllun og viðtöl: FSu - Grindavík 84-85 | Ómar tryggði Grindavík sigurinn í Iðu Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 15. október 2015 22:00 Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík unnu í spennandi leik í kvöld. vísir/ernir FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum