Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst? Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar