Vilja gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2015 23:41 Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja að borgarstjórn samþykki að ekkert barn skuli fá inngöngu á leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar nema það hafi fengið þær bólusetningar sem aldur þess segir til um, samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis frá janúar 2013. Tillöguna ætla borgarfulltrúarnir að leggja fram á borgarstjórnarfundi á morgun en í henni kemur fram að ef læknisfræðilegar ástæður hamla því að börn séu bólusett þá megi gera undatekningu frá þessari reglu. Í greinargerð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að upp á síðkastið hafi borið á því að foreldrar neiti að láta bólusetja börn sín og beri fyrir sig áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum aukaverkunum bólusetninga. „Þetta er afar varhugaverð þróun, enda verður að viðhalda háu bólusetningarstigi eigi að varðveita svokallað hjarðónæmi gagnvart smitsjúkdómum. Áhættan af neikvæðum afleiðingum bólusetninga er stjarnfræðilega miklu minni en áhættan af margs konar hættulegum og banvænum smitsjúkdómum sem þeim er ætlað að hindra,“ segir í greinargerð borgarfulltrúanna. Vísa þeir í nýlegar fréttir af mislingafaraldri í Þýsklandi og segja að með því að gera bólusetningar að skilyrði fyrir leikskólavist myndi Reykjavíkurborg stuðla að því að foreldrar axli ábyrgð og taki áfram þátt í að tryggja haldgóðar varnir gegn smitsjúkdómum. Sjá má greinargerðina hér. Tengdar fréttir 18.000 ástæður fyrir fordómum Ég er ekki fordómafull kona. Er eiginlega frekar fordómalítil gagnvart lífsháttum ýmiss konar. Með einni mjög afgerandi undantekningu. Til er sá hópur fólks sem fær blóð mitt til að þjóta um æðarnar af hreinum pirringi og fullkomnu óþoli. 28. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja að borgarstjórn samþykki að ekkert barn skuli fá inngöngu á leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar nema það hafi fengið þær bólusetningar sem aldur þess segir til um, samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis frá janúar 2013. Tillöguna ætla borgarfulltrúarnir að leggja fram á borgarstjórnarfundi á morgun en í henni kemur fram að ef læknisfræðilegar ástæður hamla því að börn séu bólusett þá megi gera undatekningu frá þessari reglu. Í greinargerð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að upp á síðkastið hafi borið á því að foreldrar neiti að láta bólusetja börn sín og beri fyrir sig áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum aukaverkunum bólusetninga. „Þetta er afar varhugaverð þróun, enda verður að viðhalda háu bólusetningarstigi eigi að varðveita svokallað hjarðónæmi gagnvart smitsjúkdómum. Áhættan af neikvæðum afleiðingum bólusetninga er stjarnfræðilega miklu minni en áhættan af margs konar hættulegum og banvænum smitsjúkdómum sem þeim er ætlað að hindra,“ segir í greinargerð borgarfulltrúanna. Vísa þeir í nýlegar fréttir af mislingafaraldri í Þýsklandi og segja að með því að gera bólusetningar að skilyrði fyrir leikskólavist myndi Reykjavíkurborg stuðla að því að foreldrar axli ábyrgð og taki áfram þátt í að tryggja haldgóðar varnir gegn smitsjúkdómum. Sjá má greinargerðina hér.
Tengdar fréttir 18.000 ástæður fyrir fordómum Ég er ekki fordómafull kona. Er eiginlega frekar fordómalítil gagnvart lífsháttum ýmiss konar. Með einni mjög afgerandi undantekningu. Til er sá hópur fólks sem fær blóð mitt til að þjóta um æðarnar af hreinum pirringi og fullkomnu óþoli. 28. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
18.000 ástæður fyrir fordómum Ég er ekki fordómafull kona. Er eiginlega frekar fordómalítil gagnvart lífsháttum ýmiss konar. Með einni mjög afgerandi undantekningu. Til er sá hópur fólks sem fær blóð mitt til að þjóta um æðarnar af hreinum pirringi og fullkomnu óþoli. 28. febrúar 2015 07:00