Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2015 20:15 Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni. Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. Fokkerarnir eru búnir að vera uppistaða innanlandsflugsins frá því vorið 1965. Fokker F-27 þjónaði í 27 ár, Fokker F-50 tók við árið 1992 og nú eru horfur á að þær verði allar farnar eftir rúmt ár. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Stöð 2 að fyrir hafi legið mikil fjárfestingarþörf í þeim vélum, ef félagið ætlaði að halda áfram með Fokkerana. Fremur en að fara í þá fjárfestingu hafi verið ákveðið, eftir ítarlega skoðun, að velja nýja tegund. Flugfélagið er með fimm Fokkera og hyggst selja þá alla en halda áfram að reka tvær 37 sæta Dash 8 vélar, öðru nafni Bombardier Q200. Nýja vélin, Bombardier Q400, er enda samskonar, nema lengri og hraðfleygari, og stefnt er á þrjár slíkar. Sú fyrsta kemur í rekstur fyrir árslok og hinar tvær í ársbyrjun 2016, að sögn Árna. Innanlands verður nýja vélin, Q400, notuð í Akureyrar- og Egilsstaðafluginu en hún er of stór til að geta lent á Ísafjarðarflugvelli í þröngum Skutulsfirði. Minni vélin, Q200, nýtist áfram á Ísafirði og stuttum brautum á Grænlandi, eins og í Nuuk, sem og til að halda uppi hárri tíðni á hina vellina.Bombardier Q400, lengsta gerðin af Dash 8, er með 74 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Flugtíminn til Akureyrar styttist um 5 mínútur.Mynd/Bombardier Aerospace.Gömlu Fokkerarnir eru 50 sæta en nýju Bombardier-vélarnar 74 sæta og þurfa tvær flugfreyjur um borð. Í ljósi farþegafækkunar í innanlandsflugi virðist það nokkuð djörf ákvörðun að fara í helmingi stærri vélar og það viðurkennir Árni. „En hún sýnir líka að við höfum trú á þessum markaði og teljum að hann muni vaxa aftur, þegar land tekur að rísa hér. Við sjáum líka möguleika með þessari flugvélartegund að bæta jafnvel frekar í leiðakerfi Flugfélagsins.“ Þar er stefnt á aukið millilandaflug til næstu nágrannalanda, eins og Grænlands og jafnvel Færeyja, og fleiri áfangastaðir verða skoðaðir, segir Árni.
Tengdar fréttir Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30 Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00 Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. 3. mars 2014 19:30
Flugvélarnar sem Færeyingar skoða Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega. 8. júlí 2014 12:00
Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. 16. mars 2015 09:38