Heilaskaði og tjáskipti Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 16. mars 2015 16:33 Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært!
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun