Enski boltinn

Mata: Finn fyrir ástinni á Old Trafford

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Juan Mata mætti aftur og spilaði vel.
Juan Mata mætti aftur og spilaði vel. vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, var þakklátur í garð stuðningsmanna liðsins eftir leikinn gegn Tottenham í gær sem liðið vann, 3-0.

Mata, sem var búinn að sitja á bekknum marga leiki í röð, kom inn í byrjunarliðið og spilaði vel í öruggum sigri United-manna sem styrktu stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

„Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur upp á fjórða sætið þar sem Tottenham er í sömu baráttu,“ sagði Mata eftir leikinn, en United tapaði, 2-1, fyrir Arsenal í bikarnum síðastliðinn mánudag.

„Eina leiðin til að koma til baka var að spila vel og vinna fyrir stuðningsmennina okkar. Það er það sem við gerðum.“

Mata þakkaði stuðningsmönnum United sem hylltu hann í leiknum og eftir hann.

„Fyrir mig verð ég að segja að mér leið mjög vel á vellinum og ég naut þess að spila aftur með samherjum mínum,“ sagði Spánverjinn.

„Ég heyrði klappið og vil þakka ykkur fyrir. Frá fyrsta degi sem leikmaður United hef ég fundið fyrir ástinni á Old Trafford. Ég vil láta ykkur vita að þetta hjálpar mikið til,“ sagði Juan Mata.


Tengdar fréttir

Van Gaal bauð lið City velkomið í rottuhlaupið

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði um það eftir 3-0 sigurinn á Tottenham í gær að nágrannarnir í Manchester City séu komnir inn í baráttuna um sætin í Meistaradeildinni.

Gary Neville: Þetta er rétta leikkerfið fyrir Van Gaal

Gary Neville, knattspyrnuspekingur á Sky Sports, hrósaði liði Manchester United eftir 3-0 afgreiðsluna á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær en með sigrinum kom United-liðið sér betur fyrir í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Sir Alex fundaði með Cristiano Ronaldo

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, fer fyrir herferðinni að fá Cristiano Ronaldo aftur "heim" til Manchester United ef marka má heimildir spænska blaðsins AS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×