Erlent

„Þetta var eins og kominn væri heimsendir“

Samúel Karl Ólason skrifar
UNICEF styður stjórnvöld á Vanuatu og vinnur með samstarfsaðilum við að útvega vatnstanka, vatnshreinsitöflur, hreinlætisgögn og koma á fót tímabundinni hreinlætisaðstöðu.
UNICEF styður stjórnvöld á Vanuatu og vinnur með samstarfsaðilum við að útvega vatnstanka, vatnshreinsitöflur, hreinlætisgögn og koma á fót tímabundinni hreinlætisaðstöðu.
„Þetta var eins og kominn væri heimsendir, segir Alice Clements, ein af starfsfólki UNICEF í höfðuborg Vanuatu, Port Vila, um það þegar fellibylurinn gekk yfir. „Vindurinn var geysilega sterkur og reif af þök, eyðilagði heimili, skóla og sjúkrahús. Ótal heimili eru rústir einar og heilu samfélögin hafa gjörsamlega eyðilagst.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unicef. Þar segir að aðgangur að um 60 þúsund börn eigi um sárt að binda vegna fellibylsins og að UNICEF hafi miklar áhyggjur af heilsu þeirra, næringu, öryggi, skólagöngu og andlegri líðan.

Þá hefur aðgangur að hreinu vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu hafi farið úr skorðum á mörgum stöðum á Vanuatu. Þar á meðal í miðstöðvum þar sem fólk hafði leitað skjóls í aðdraganda fellibylsins.

UNICEF styður stjórnvöld á Vanuatu og vinnur með samstarfsaðilum við að útvega vatnstanka, vatnshreinsitöflur, hreinlætisgögn og koma á fót tímabundinni hreinlætisaðstöðu.

UNICEF dreifir nú hjálpargögnum sem höfðu verið flutt á vettvang áður en fellibylurinn skall á. Enn meiri hjálpargögn verða send til eyjarinnar á morgun.

„Verið er að ljúka við að pakka hjálpargögnunum í dag og þau verða send hingað með flugi á morgun. Hjálpargögnin sem um ræðir eru meðal annars pakkar af næringarsöltum, vítamín, ormalyf, skólagögn, þroskaleikföng fyrir yngstu börnin, hreinlætispakkar, vatnstankar, sápa, vatnsbrúsar og vatnshreinsitöflur,“ segir Alice.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×