Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 12:00 Mennirnir fimm voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar málið kom upp í maí í fyrra. Þeir neita nú allir sök. vísir/daníel „Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð. Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
„Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð.
Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira