Óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC krýndur í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2015 09:00 Velasquez (t.v.) og Werdum (t.h.). Gætu ekki verið ólíkari. Vísir/Getty UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill MMA Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira
UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill
MMA Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira