Handbolti

Auðvelt hjá Guðmundi og lærisveinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur er oft líflegur á hliðarlínunni.
Guðmundur er oft líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty
Danmörk átti í engum vandræðum með Hvíta-Rússland í undankeppni EM 2016 í handknattleik, en sigurinn var aldrei í teljandi hætti hjá Danmörku fyrir framan tæplega fimm þúsund manns.

Danmörk hafði tögl og haldir á leiknum og frændur okkar leiddu 18-11 í hálfleik. Munurinn jókst í síðari hálfleik og lokatölur níu marka sigur Dana, 32-23.

Caser Mortensen og Mikkel Hansen voru markahæstir hjá Danmörku með sjö mörk hvor, en næstur kom Mads Christansen með sex mörk. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar lið Dana.

Dzlanis Rutenka og Slarhel Rutenka voru markahæstir hjá Hvít-Rússum með sitt hvor fimm mörkin.

Ólafur Örn Haraldsson var eftirlitsmaður EHF á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×