60 þúsund eintök prentuð af símaskráni Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. maí 2015 19:30 Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári. Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent