Enski boltinn

Sjáðu son Wayne Rooney skora á Old Trafford | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sonur Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United, gerði í gær það sem marga dreymir um - að skora á Old Trafford.

Klay Rooney, sem verður tveggja ára síðar í vikunni, fékk að koma inn á Old Trafford í fylgd með föður sínum eftir 1-1 jafntefli United og Arsenal í gær. Rooney sjálfur gat þó ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Venja er að leikmenn og börn þeirra labbi hringinn í kringum völlinn og þakki stuðningsmönnum liðsins eftir síðasta heimaleik liðsins á hverju tímabili.

Klay litli, sem var íklæddur United-búningi, gerði sér lítið fyrir og sparkaði litlum bolta í markið sem er fyrir framan Stretford End stúkuna, þar sem hörðustu stuðningsmenn United eru jafnan. Fólkið kunni greinilega vel að meta tilþrif litla drengsins og fagnaði honum ákaft.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Wenger: Hugsa stundum um hvað Sir Alex sé að gera á daginn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki búinn að ákveða hvenær hann ætli að hætta að þjálfa. Hann segist ekki ætla að fara sömu leið og Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchster United, í bili að minnsta kosti.

Rooney ekki með United gegn Arsenal

Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður ekki með United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í enska boltanum, en liðin mætast á Emirates á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×