Enski boltinn

Fé­lögunum refsað en Jackson sleppur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Chelsea FC v Nottingham Forest FC - Premier League
Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna síðasta sunnudag. Einstakir aðilar málsins eru ekki ávíttir en félögin eiga von á sekt.

Áflogin brutust út á 88. mínútu. Marc Cucurella var hrint af Neco Williams, Levi Colwill svaraði í sömu mynt og ýtti við Williams. Atvikið átti sér stað við varamannabekkina og þjálfari Chelsea, Enzo Maresca, blandaðist í málið. 

Framherjinn Nicolas Jackson sat ekki aðgerðalaus á varamannabekknum, stökk af stað og virtist slá andstæðing í andlitið. Hann mun þó ekki hljóta neina refsingu frá enska knattspyrnusambandinu. 

Það þykir einnig ólíkegt að Jackson verði refsað innanbúða hjá Chelsea, þjálfarinn sá ekkert að því að varamaður blandaði sér í átök inni á vellinum og hljómaði ánægður með Jackson í viðtali eftir leik:

„Ég sá fleiri varamenn á vellinum en Nicolas. Þegar eitthvað svona gerist blanda menn sér í málið. Ég elska andann í liðinu. Sé ekkert að þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×