Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2015 13:53 Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Vísir/AFP Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja. Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja.
Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28