Íslenski boltinn

Valsmenn sungu um að deyja fyrir klúbbinn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn í klefanum.
Valsmenn í klefanum. Mynd/Fésbókin
Valsmenn voru harðlega gagnrýndir eftir slæmt tap á móti nýliðum Leiknis í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar en þeir sýndu styrk sinn í 2-0 sigri á Íslandsmeistaraefnunum úr FH í gær.

Valur vann FH með tveimur frá mörkum Sigurði Agli Lárussyni en mörkin hans komu með sjö mínútna millibili í seinni hálfleik.

Valsmenn yfirspiluðu FH-inga í leiknum og þeir voru líka mjög kátir í klefanum eftir leik.

"Deyja fyrir klúbbinn, deyja fyrir klúbbinn, deyja fyrir klúbbinn ...., hvísluðu Valsararnir í byrjun en hækkuðu síðan sönginn sinn þar til að söngurinn hljómaði um allan klefa og loks um allan Hlíðarenda.

Valsmenn birtu sigursönginn á fésbókarsíðu sinni en þetta var fyrsti sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar.

Valsliðið leit ekki vel út í 3-0 tapi á heimavelli á frumsýningarkvöldi Leiknismanna en var 2-0 yfir í hálfleik í 2-2 jafntefli við Víkinga í 2. umferðinni. Í gær komst liðið hinsvegar í 2-0 og hélt forystunni út allan leikinn.

Þetta var fyrsti sigurleikur Hlíðarendaliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og hann kom á móti hans gömlu félögum í FH.

Snillingar...

Posted by Knattspyrnufélagið Valur on 17. maí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×