Karlar spegla sig Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2015 07:00 Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun