Erlent

Talning atkvæða hafin í Nígeríu

Atli Ísleifsson skrifar
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir ánægju með framkvæmd kosninganna.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir ánægju með framkvæmd kosninganna. Vísir/AFP
Talning atkvæða er hafin í Nígeríu, en forsetakosningar fóru fram í landinu um helgina.

Talið er að mjótt verði á munum milli núverandi forsetans Goodluck Jonathan og fyrrum hershöfðingjans Muhammadu Buhari.

Kjörstjórn vonast til að hægt sé að birta úrslit á morgun, mánudag.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir ánægju með framkvæmd kosninganna, þrátt fyrir ýmis tæknileg vandamál, mótmæli og árásir liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.

Ákveðið var að framlengja opnun kjörstaða eftir að upp komu tæknileg vandræði sem sneru að nýjum skilríkjum sem notuð voru til að koma í veg fyrir kosningasvindl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×