Lífið

Sjáðu atriðin sex sem berjast um tíu milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús og Ívar fóru beint í úrslit þökk sé atkvæðum áhorfenda í kvöld.
Magnús og Ívar fóru beint í úrslit þökk sé atkvæðum áhorfenda í kvöld. Vísir/Andri Marinó
Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara þann 12. apríl næstkomandi. Sigurvegarinn fær tíu milljónir króna í sinn hlut.

Þriðja og síðasta undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. Sex atriði börðust um síðustu tvö sætin í úrslitaþáttinn og að loknum flutningi á atriðunum var ljóst að spennan yrði mikil enda má segja að öll atriðin hafi fengið mjög góð viðbrögð dómaranna.

Svo fór að Magnús Hafdal, 26 ára frá Reykjavík, og Ívar Þórir Daníelsson, 28 ára Seltirningur hlutu flest atkvæði í símakosningunni og tryggðu sig þannig áfram.

Svo var það í höndum dómnefndar að velja á milli tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar og dansparsins Hönnu og Nikitu. Skiptust atkvæði dómaranna jafnt svo að símakosning réð för. Kom í ljós að Bríet Ísis fékk næstflest atkvæði og fer því í úrslitaþáttinn.

Áður höfðu Agla Bríet Einarsdóttir, BMX bros, Alda Dís Arnardóttir og Marcin Wisniewski tryggt sér sæti í úrslitum.

Lokakvöldið verður sem fyrr segir þann 12. apríl í beinni útsendingu á Stöð 2. Þá kemur í ljós hver fetar í fótspor dansarans Brynjars Dags Albertssonar sem stóð uppi sem sigurvegari í fyrra.

Atriðin sex má sjá hér að neðan.

Agla Bríet Einarsdóttir BMX bros Alda Dís Arnardóttir Marcin Wisniewski Magnús og Ívar Bríet Ísis Þá var lífleg umræða um frammistöðu keppenda á Twitter í kvöld undir kassamerkinu #IGT2.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.