Erlent

„Opnaðu helvítis dyrnar!“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz tók yfir stjórn vélarinnar þegar flugstjórinn fór á klósettið.
Aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz tók yfir stjórn vélarinnar þegar flugstjórinn fór á klósettið. Vísir/AFP
Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings, sem Lubitz flaug vísvitandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag, hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.

Á upptökunum heyrist flugstjórinn, Patrick Sondheimer, skipa Lubitz að „opna helvítis dyrnar.“ Lubitz læsti Sondheimer út úr flugstjórnarklefanum og reyndi flugstjórinn að brjóta sér leið inn með öxi.

Mínútum áður en Lubitz læsti dyrunum heyrist Sondheimer segja við Lubitz að hann ætli á klósettið og biður aðstoðarflugmanninn um að „taka yfir.“

Skömmu síðar bankar flugstjórinn á dyrnar en þá byrjar Lubitz að lækka flugið. Á upptökunum heyrast öskrin í farþegum.

Svo virðist sem Lubitz hafi alltaf ætlað sér að læsa flugstjórann úti úr flugstjórnarklefanum. Á hljóðupptökum heyrist að Lubitz hvatti flugstjórann til að yfirgefa klefann og skilja hann eftir einan þar.

Þá heyrist á upptökunum þegar Sondheimer fer yfir lendingu í Düsseldorf með Lubitz sem svarar „Vonandi“ og „Við sjáum til.“

Lubitz svaraði Sondheimer aldrei á meðan sá síðarnefndi reyndi að ná samband við hann fyrir utan flugstjórnarklefann. Afrit af samtalinu hefur ekki verið birt af rannsakendum flugslyssins en það kemur úr svarta kassa vélarinnar og nær yfir allt að tvær klukkustundir.


Tengdar fréttir

Síðustu mínútur flugsins

Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn.

Lubitz átti í vandræðum með sjónina

Flugmaðurinn Andreas Lubitz leitaði til læknis vegna vandræða með sjón sína nokkrum dögum áður en hann flaug flugvél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn.

Lufthansa og Germanwings mögulega skaðabótaskyld

Þýsku flugfélögin Lufthansa og Germanwings gætu verið skaðabótaskyld gagnvart aðstandendum þeirra sem fórust í flugslysinu í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag.

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz

Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×