Íhugun um AA-samtökin Reynar Kári Bjarnason skrifar 26. maí 2015 07:00 Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun