Óvissa ríkir um afdrif höfuðpaursins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. nóvember 2015 22:38 Rannsakendur fyrir utan íbúðina í St. Denis í dag. vísir/getty Óvissa ríkir um afdrif Abdelhamid Abaaoud en honum hefur verið lýst sem höfuðpaur árásanna í París. The Washington Post hefur eftir tveimur ónafngreindum, háttsettum, evrópskum leyniþjónustumönnum að hann hafi verið meðal hinna föllnu í áhlaupi frönsku lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu í morgun en það hefur ekki fengist staðfest. Fyrr í dag hafði saksóknarinn Francois Molins gefið út að ekki væri hægt að gefa út nöfn þeirra sem létust eða voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu. Tvennt lét lífið og voru sjö handteknir. Í frétt BBC um málið er sagt að líkamsleifar hafi fundist í íbúðinni og er talið mögulegt að þar sé að finna sundurtætt lík Abaaoud. Byggingin sem íbúðin er í er svo sundurskotin að talið er líklegt að hún geti hrunið. Því hafa rannsakendur farið hægt í að skoða hvernig er umhorfs í henni. Francois Hollande sagði á blaðamannafundi í dag að Abdelhamid Abaaoud hafi ekki fundist í íbúðinni. Heimildum ber því ekki saman um afdrif Abaaoud. Nokkuð ljóst þykir að hvorki hann né Salah Abdelslim voru ekki meðal hinna handteknu. Í kringum hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og hleyptu af fjölda skota. Ekki varð mannfall í herbúðum lögreglunnar en fimm þeirra særðust. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Salah Abdeslam ekki handtekinn enn Fjölmiðlar í Brussel sögðu lögreglu hafa handtekið Salah Abdeslam ísem er grunaður um aðild að árásunum í París. 16. nóvember 2015 11:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Óvissa ríkir um afdrif Abdelhamid Abaaoud en honum hefur verið lýst sem höfuðpaur árásanna í París. The Washington Post hefur eftir tveimur ónafngreindum, háttsettum, evrópskum leyniþjónustumönnum að hann hafi verið meðal hinna föllnu í áhlaupi frönsku lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu í morgun en það hefur ekki fengist staðfest. Fyrr í dag hafði saksóknarinn Francois Molins gefið út að ekki væri hægt að gefa út nöfn þeirra sem létust eða voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu. Tvennt lét lífið og voru sjö handteknir. Í frétt BBC um málið er sagt að líkamsleifar hafi fundist í íbúðinni og er talið mögulegt að þar sé að finna sundurtætt lík Abaaoud. Byggingin sem íbúðin er í er svo sundurskotin að talið er líklegt að hún geti hrunið. Því hafa rannsakendur farið hægt í að skoða hvernig er umhorfs í henni. Francois Hollande sagði á blaðamannafundi í dag að Abdelhamid Abaaoud hafi ekki fundist í íbúðinni. Heimildum ber því ekki saman um afdrif Abaaoud. Nokkuð ljóst þykir að hvorki hann né Salah Abdelslim voru ekki meðal hinna handteknu. Í kringum hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og hleyptu af fjölda skota. Ekki varð mannfall í herbúðum lögreglunnar en fimm þeirra særðust.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Salah Abdeslam ekki handtekinn enn Fjölmiðlar í Brussel sögðu lögreglu hafa handtekið Salah Abdeslam ísem er grunaður um aðild að árásunum í París. 16. nóvember 2015 11:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00
Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28
Salah Abdeslam ekki handtekinn enn Fjölmiðlar í Brussel sögðu lögreglu hafa handtekið Salah Abdeslam ísem er grunaður um aðild að árásunum í París. 16. nóvember 2015 11:10